Úrval - 01.02.1949, Qupperneq 117
FRÆÐSLA I FEIMNISMÁLUM
115
varpaði öndinni, „já, það hlýt- Eftir stutta þögn tautaði hún
ur að hafa verið erfitt fyrir í vorkunnartón: „Vesalings
hann.“ maðurinn!"
★ ★ ★
Höggormur í paradís.
Nokkrum km. fyrir neðan Járnhliðið, þrengslin, sem Dóná
fellur um í Rúmeníu, er litil eyja, sem nefnist Ada-Kaleh.
Á þessari eyju er lifið eins og það var fyrir 100 árum, þegar
hinn voldugi Tyrkjasoldán réði yfir Balkanlöndum. Tyrkneskir
aðalsmenn, sem þarna búa, hafa kvennabúr, með fögrum konum.
Á stórveldaráðstefnunni í Berlín 1878 fengu Rúmenar eyj-
una, en enginn af konungum eða einræðisherrum Rúmeníu hef-
ur nokkru sinni ráðið neinu á eyjunni. Hinir tyrknesku aðals-
menn og konur þeirra hafa lifað óáreitt og áhyggjulausu lífi.
1 hverju kvennabúri eru 30—40 fagrar Balkanmeyjar.
Tyrkirnir hafa stjórnað eyjunni eftir gömlu lénsskipulagi
og hafa lagt mikla áherzlu á tign og ættgöfgi. En á þessu á-
hyggjulausa lífi varð skjótur endi, þegar Rauði herinn uppgötv-
aði eyjuna á framsókn sinni vestur á bóginn. Rússar sáu, að
vegna legu sinnar var eyjan hernaðarlega mikilvæg, og frá
því að vera síðasta vigi miðaldanna í Evrópu, varð hún nú
að nútíma herbækistöð. Glæsilegir rússneskir liðsforingjar gengu
þar um götur, og er sízt að undra, þótt hreyfing kæmist á
meyjarnar i kvennabúrunum. Þær fengu aldrei að fara út án
þess sterkur vörður gætti þeirra, en þær stálust til að skrifa
. hinum rússnesku liðsforingjum bréf, sem brátt leiddu til leyni-
funda á afskekktum stöðum.
Allt var þó kyrrt á yfirborðinu, unz skyndilega sauð upp úr.
Einn Rússinn eignaðist barn með dóttur tignasta aðalsmanns
eyjunnar. Með þessu var sæmd Ada-Kaleh svívirt, og ættgöf-
ugustu menn eyjunnar komu saman á fund. Þeir ákváðu að
senda harðorð mótmæli til stjórnarinnar í Búkarest og heimta,
að þessi skrælingjalýður hypjaði sig í burtu þegar í stað.
Hvað átti rúmenska stjórnin að gera? 1 mótmælaskjalinu
stendur, að skýra beri stórveldunum, sem undirskrifuðu samn-
inginn í Berlín 1878, frá sérréttindum eyjunnar. Því er jafnvel
hótað, að kölluð skuli verða saman Evrópuráðstefna þeirra
rikja, sem tryggðu Ada-Kaleh sérréttindi sin árið 1878, ,,sem nú
hafa verið fótum troðin á svívirðilegan hátt af fjarlægu ríki,
sem heitir Sovétríkjasambandið.“ — World Press.