Norðurljósið - 01.01.1970, Page 12
12
NORÐURLJÓSIÐ
Daginn eftir var skýjað, en þurrt veður. Eftir hádegisverð fór
hann með okkur í langa ökuferð. Við sáum álengdar æskuiheimili
Victors Daníelsens. Hann
þýddi alla biblíuna á fær-
eysku. Þar bjó bann fyrst,
en flutti svo til Fuglafjarð-
ar. Þarna er skemmtilegt
landslag og talsvert grösugt
og rúmt og frjálst í kring-
um húsin. Innsl í firðinum
hefir Júst silungaræktun
sína. Hana skoðuðum við.
— Menn hans voru að
skammta silungunum og
köstuðu með sleif út í tjarn-
irnar möluðum fiskúrgangi.
Komu þá silungarnir synd-
andi í spretti til að fá mat,
og þá var nú handagangur
í öskjunni (sporðaköst í
tjörninni, vildi ég segja.).
Sumir hentust upp úr vatns-
skorpunni um leið og þeir
gleyptu fæðuna. Þegar silungarnir í næstu tjörn heyrðu buslugang-
inn, komu þeir líka á spretti að bakkanum, vissir um, að næst kætni
röðin að þeim. Litlu seiðin eru í stórum kerum inni í húsi. Rennur
vatn stöðugt um þau og eins um tjarnirnar, (til þess að silungarnir
fái nægilegt súrefni og geti lifað). Seiðin fá fínt mjöl að eta. Hér
endar dagbók Þóru.
Nú vildi Júst sýna okkur fleira. Hélt hann með okkur yfir eyna
til Oyngdafjarðar. Þar eru „Ruggusteinarnir“, sem eru sérstakt fyr-
iibæri náttúrunnar, er vart mun eiga sinn líka. Kemur árlega margt
fólk til að sjá þá. Þetta eru nokkuð stórir steinar, sem standa í sjón-
um framan við lága klettahlein. Þeir eru alltaf á hreyfingu, lítilli þó,
hvort sem er aðfall eða útfall, logn eða stormur, sléttur sjór eða úf-
inn. Hefir engin skýring verið gefin á þessu fyrirbæri, hvað valdið
geti ruggi steinanna. Endar þeirra snúa saman, og er annar steinn-
inn nokkru minni en hinn.
Victor Danielsen.