Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 15
norðurljósið
15
fremur en hellum. En kirkjan er timburkirkja i fornum stíl. Liggja
þverbitar í vegghæð yfir kirkjuna. Slíkar kirkjur voru hér áður á
Islandi. Vera má, að einhverjar séu til enn.
Ekki gat ég farið svo frá Kirkjubæ, að ég reyndi ekki að syngja
lagið „Sverrir konungu r,!í þrátt fyrir hæsina. Mun það aldrei hafa
verið aumlegar sungið, að minnsta kosti ekki af mér! Okkur var
hent upp í snarbratta hlíðina fyrir ofan Kirkjubæ, og sagt, að þarna
væri „Sverris-hola“ Sverrishellir. Þar fól Inga, móðir Sverris, hann,
er hann var nýfæddur. Bjóst hún við, að sótzt yrði eftir lífi hans. En
hann var réttborinn til ríkiserfða í Noregi eftir föður sinn. Minnir
þetta á Móse, er falinn var og leynt í þrjá mánuði, og á þá eftirsókn
Heródesar að ná lífi frelsara vors, er hann var nýlega fæddur.
Við héldum svo aftur til Þórshafnar. Þá sýndi Pétur okkur lysti-
garð þeirra í Þórshöfn. Var að vísu ekki tími til að ganga um hann.
l'úslega hefði ég viljað eyða þar dagstund, en við urðum að láta
okkur nægja að aka framhjá honum. Brottfarartími okkar nálgaðist,
því að halda skyldi til Vogeyjar og gista þar um nóttina. Við hjugg-
umst við að þurfa að fljúga um hádegisbil næsta dag.
Við kvöddum svo þau ágætu hjón, Pétur og Hjördísi, með kærum
þökkum fyrir okkur, eins og við höfðum áður kvatt hin ágætu
hjónin, sem við gistum hjá í Klakksvík. Ókum við fyrst norður til
Vestmanna, fórum með „Bragd“ til Vogeyjar og tókum okkur gist-
ingu í „Zarepta“.
„Zarepta“ er „Ástjörn“ þeirra Færeyinga. Hér hafa Bræðurnir
komið upp stóru og myndarlegu húsi. Geta verið þar yfir 100 börn
í einu, þótt þau séu ekki alltaf svo mörg. Ég fékk að ávarpa dreng-
ina, sem dvöldu þarna, um kvöldið. Þarna voru ágætir, ungir starfs-
menn Drottins. Biblíuskóli hafði starfað þar um tíma veturinn
áður.
I „Zarepta“ dvelja margir flokkar drengja og telpna yfir sumarið.
loreldrar borga ferðakostnað, en uppihald ibarnanna er ókeypis.
Er treyst á frjáls framlög, sem berast úr mörgum áttum. Búrið
heitir „krúsin“ eftir krúsinni, sem ekkjan í Zarepta átti. Ur henni
lét Drottinn olíu renna, unz hvert ílát var fuilt, sem ekkjan hafði
ráð á að fylla. Þótt stundum sé lítið í „krúsinni“ að kvöldi,
var okkur sagt, bregzt það ekki, að nóg er komið í 'hana næsta dag
01 að sjá fyrir þörfum allra, barna og starfsliðs.
Næsta dag urðum við að bíða frameftir öllum degi eftir flugi