Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 16
16
NORÐURLJ ÓSIÐ
og komust ekki af stað frá Vogey fyrr en um klukkan hálfsex. Við
fengum einhverja hressingu á heimleiðinni og lentum heilu og
höldnu á Reykjavíkurflugvelli, er klukkan var langtgengin átta.
Var þá of seint að hugsa til heimferðar. Gistum við þá aftur hjá
Daníel og Þuríði, en flugum norður daginn eftir. Var þá lokið
Færeyjaför okkar hjóna, og Elínhorgar.
FÆREYJAFÖR HIN SÍÐARI.
Eg man ekki, hvenær það var. Var það daginn, sem við fórum
frá Þórshöfn til Vogeyjar? Vorum við komin á eyna á leið til
„Zarepta“? Jæja, hvar eða hvernig það vildi til, get ég ekki sagt.
Sú löngun greip mig, að gaman væri að sjá Færeyjar aftur, helzt
seint í haust eða snemma vetrar. Það var sem landið laðaði mig
og dragi að sér í sumarskrúða sínum, mildir litir og mjúkar línur
báru fyrir augu mér. Ofurlítil eigingirni var með í þessari löngun.
Hvenær verður mannshjartað algerlega óeigingjarnt? Hvenær vill
það ekkert nema vilja Guðs og velferð annarra manna? Gaman
væri að vera með á trúaðramótinu í Þórshöfn, sem átti að verða
þar um miðjan nóvember.
Þetta var þrá mín í æsku, er ég hjarði einmana, án nokkurs sam-
félags annarra trúaðra manna, á Miðfjarðarhálsi. Gaman væri að
geta séð, þótt ekki væri nema einu sinni, stóra samkomu trúaðs
fólks. Eg yrði þá aldrei eins hræðilega einmana á eftir, því að ég
hefði séð, að ég væri ekki eini trúaði maðurinn, en mér fannst
stundum ég vera það.
Annað vakti í huga mínum í sumar, er hugsun þessi hærði á sér.
Ég átti í vændum sj ötugsafmæli rétt fyrir miðjan nóvember. Ég
mátti búast við, að einhver ryki til og setti þetta í útvarp eða blöð.
Ég gat ekki séð ástæðu til þess, að slíkt væri haft við mig. Méir
fannst því bezt, að ég gæti verið fjarverandi. En hvar þá? Hvert
gat ég farið og falið mig á íslandi?
Ég tel mig muna það rétt, að ég nefndi þetta við minn himneska
föður, að þetta væri ó^k mín eða mig langaði til þess, að ég gæti
farið aftur til Færeyja í haust.
Ég hafði víst að mestu gleymt þessu, er mér barst bréf frá manni
í stjórn safnaðarins í Klakksvík. Var mér gefinn kostur á að koma,
ekki til hálfsmánaðar dvalar, heldur mánaðar. En svo mikinn tíma