Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 17
norðurljósið
17
gat ég með engu móti tekið. Var ég fús til að vera hálfan mánuð,
fara út til Færeyja hinn 5. nóvember. Þetta var tafarlaust sam-
þykkt ytra, og þar með var förin ráðin.
Skólar voru ’byrjaðir hér. Var þess enginn kostur, að konan mín
gæti farið með mér að þessu sinni. Varð hún því heima, stýrði
kúi og prjónaði peysur, -— fyrst eina sem afmælis- og ferðapeysu á
fiiig. — Má vera hún Ihefði ofið í fjarveru eiginmannsins eins og
^ona Oddyseifs, ef hún hefði átt nokkum vefstól.
Ég hafði áður gefið loforð, að ég skyldi halda nokkrar sam-
komur á Bræðraborgarstíg 34, í Reykjavík. Þar hefir verið hyrjað
nftur kristilegt starf. Ég á góðar minningar frá fyrri tíð, er ég tal-
aði þar á samkomum.
Ég hóf því heimanför mína föstudaginn 31. oktúber og dvaldi
svðra, unz ég lagði af stað á miðvikudag með flugvél kl. 12 á há-
ðegi frá Reykjavík. Flogið var að þessu sinni í 19.000 feta hæð.
f’lugvélin haggaðist ekki og var stöðug sem væri hún jarðbundin.
Tók ég það til hragðs til að stytta mér tímann, að ég fór að skrifa
sendibréf. Nóg átti ég af ósvöruðum hréfum, og hafði ég nokkur
nieð mér. Fyrr en mig varði var lækkað flug til lendingar í Vogey.
ðíú báru ekki Færeyjar viðhafnarbúninginn græna, sem þær höfðu
Mæðzt, er við komum í júní. Nú höfðu þær vígt sig vetri kóngi og
báru mjallhvítt 'brúðarlín hans. Ekki voru þær síður fagrar samt.
Mer finnst ég s'kilja skáldið, sem ort hefir þjóðsöng Færeyinga, er
byrjar svo: „Tú alfagra land mitt“.
A flugvellinum biðu mín vinir, þeir Brynleif Hansen og Páll
Þaulson. Búa þ eir báðir í næsta nágrenni „Zarepta“. Létu þeir mig
yelja, hvort ég vildi heldur halda til Klakksvíkur sama dag, eða
(ala á samkomu, sem vera átti í Sörvági þar skammt frá um kvöld-
i<f- Ég kaus samkomuna. Þá var komin hláka og óskemmtilegt að
vera úti, en þó kom dálítið af fólki. Ég gisti svo hjá Brynleifi í góðu
yfirlæti. Flutti hann mig alla leið til ferjustaðarins um morguninn.
■^jór var mjög kyrr, svo að ég notaði tækifærið og skrifaði frænda
konu minnar, hann býr í Chicago. Honum þótti gaman að fá bréf
fi á Færeyjum. Þaðan hafði hann aldrei fengið bréf áður.
bg fór svo til Péturs Hábergs sem fyrr og dvaldi hjá honum.
unz tíminn kom að fara um borð í „Trondur“ og sigla til Rúna-
víkur. Gott var í sjó og færið á landi sæmilegt. og er kvölda tók,