Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 24
24
NORÐURLJÓSIÐ
»Ég heíði getað orðið þessi maður«
Ungur maður og ung stúlka voru ástfangin hvort af öðru. Hún
var sannkristin stúlka, en hún gat ekki fengið hann til að snúa sér
af öllu hjarta til Jesú Krists. Dag nokkurn stóðu þau á vegamótum
lífsins. Hún hafði beðið mikið til Guðs og sagði síðan við unga
manninn: „Nú er það annaðhvort Jesús handa þér eða skilnaður
hjá okkur. Ég get ekki gifzt manni, sem ekki er af öllu hjarta frelsar-
ans, og þú verður að taka ákvörðun.“
Hann vildi ekki gefast Guði og ákvað því að fylgja heiminum.
Arin liðu. Þá bar svo til í lítilli borg, að aldraður flakkari kom
að húsi nokkru og drap á dyr. Unglingur 'kom til dyra, og flakkarinn
sagði: „Ég er þreyttur og hungraður. Mætti ég koma inn stundar-
korn?“
Unglingurinn sagði: „Ég skal tala við foreldra mína.“ Hann fór
inn, og einn eða tveir aðrir unglingar komu fram í dymar.
Inni í húsinu sagði karlmannsrödd: „Já, segðu honum að koma
inn.“
Flakkarinn gekk inn, og þeir sögðu: „Fáðu þér sæti.“ Hann sett-
ist og tók gamlan, óhreinan hatt af höfði sér og setti hann á kné sér,
og hann leit feimnislega á alla fjölskylduna. Þarna voru tvær eða
þrjár yndislegar ungmeyjar og einn eða tveir karlmannlegir og
íþróttamannslegir sveinar. Andartaki síðar gekk indæl miðaldra
kona inn í stofuna, tandurhrein með greitt hár. Hún settist, og þau
tóku tal saman. Flakkarinn gamli með ræfilslega hattinn á hnján-
um sagði: „Frú, hvar er maðurinn yðar?“
Hún sagði: „Hann er frammi í eldhúsinu.“
Hakkarinn sagði: „Yilduð þér biðja hann að koma inn?“
Maðurinn hennar kom inn. Hann var maður höfðinglegur, tár-
hreinn og teinréttur. Hárið var tekið að grána. Hann settist niður
og sagði: „Herra minn, hér er ég.“
Varir gamla mannsins fóru að titra, og hann vafði saman hattinn
í höndum sér. Hann leit á þessi yndislegu börn, fáguðu miðaldra
konuna elskulegu og myndarlega manninn og sagði þessi orð:
„Herra, þér eruð maðurinn, sem ég hefði getað verið.“ Hann tók
gamla hattinn og setti ihann á höfuð sér. Áður en þau vissu, hvað
hann var að gera, var hann genginn út.