Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 30
30
NORÐURLJÓSIÐ
Hver verða viðbrögð mannsins? Því miður allt of mörgum sinn-
um þau, sem maður nokkur sagði við mig: „Við förum út og fáum
okkur flösku, þegar kerlingarnar eru að jagast í okkur.“ Hvað
merkja þessi orð? Blátt áfram það, að konurnar voru að vinna á
móti markmiði sínu, að bjarga mönnunum, þótt þeim væri það alls
ekki ljóst.
Hvað er á bak við það, að eiginmenn kvenna eða synir vilja ekki
láta að orðum þeirra og áminningum eða bænum þeirra og 'beiðn-
um? Hví bætta þeir ekki að drekka, þegar vínið er tekið að spilla
heimilisfriði? Hví hætta þeir jafnvel ekki fyrr en svo er komið?
Hví vildi ungi maðurinn, sem kvæntist stúlkunni, er þó unni öðrum
manni, endilega fá bana fyrir konu? Svarið er nærtækt: Af eigin-
girni, sjálfselsku, raunverulega af engu öðru. Það er líka ástæðan,
að eiginmennirnir eða synirnir drekka, þótt konur og mæður biðji
þá, jafnvel með tárum, að bætta að neyta áfengis. Þeir elska sjálfa
sig meir en allt annað, meir en framtíð sína, meir en sálu sína jafn-
vel. Þeir verða að fullnægja löngun sinni, þótt helgasta tilfinning
mannshjartans, ástin, kærleikurinn, sé troðin niður í svaðið. Þeir
gleyma boðorði Guðs: „'Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan
þig.“ Þú átt að breyta við aðra eins og þú vilt, að þeir breyti gagn-
vart þér.
Eg er ekki mannlífinu svo kunnugur, að ég geti vitað, hve margir
menn það eru, sem kunna að eiga dryikkjukonur að eiginkonum, en
drekki ekki sjálfir. Heyrt hefi ég, að slíkt sé til. Rótin er bin sama:
eigingirni, sjálfselska, þegar öllum afsökunum hefir verið ýtt til
hliðar. Manneskja, hvort heldur er karl eða kona, sem elskar ein-
hvern eða eitthvað meir en sjálfa sig, fórnar sér á altari kærleikans,
ástarinnar, þótt það sé eins sárt og það að brenna lifandi.
„Langdregin eftirvænting gerir hjartað sjúkt,“ segir Salómó kon-
ungur. Vafalaust væntir 'konan þess, að drykkfelldi maðurinn henn-
ar sjái að sér og hverfi af þeirri ógæfubraut, sem hann gengur. En
er bænir, beiðnir og fortölur stoða ekki neitt, tekur hjarta hennar
að verða sjúkt. Vonleysi kemur í vonar stað. Hún grípur þá oft til
þess ráðs: að hóta skilnaði. Stundum gagnar sú hótun. Maðurinn
vaknar sem við vondan draum, sér að sér, leggur niður drykkju-
skapinn og tekur að gegna skyldum sínum sem eiginmaður og heim-
ilisfaðir. Þá er vel, þegar svo fer.
Hins vegar nægir hótunin ekki stundum, svo að hún er fram-