Norðurljósið - 01.01.1970, Page 34
34
NORÐURLJÓSIÐ
byrjar líf Guðs í okkur. Guð er kærleikur, og þess vegna getum við
farið að elska aðra, þótt þeir séu ekkert elskulegir eða elskuverðir.
Vegna kærleika Krists og Guðs í hjörtum þeirra gátu þessar 'konur,
sem ég hefi sagt hér frá, elskað drykkfellda eiginmenn sína, sýnt
þeim kærleika, sem vonaði allt og vann sinn fullnaðarsigur að
lokum.
Eg hefi snúið máli mínu mest að þeim, er standa í stríði á vissu
sviði mannlífsins. Nú sný ég því að öllum, sem heyra orð mín, hvort
sem þeir eru gamlir eða ungir, haða í rósum eða ganga þyrnum
stráða braut.
Postulinn Jóhannes ritaði kristnum mönnum: „Undrizt ekki,
bræður, þótt heimurinn hati yður. Vér vitum, að vér erum komnir
yfir frá dauðanum til lífsins, af því að vér elskum bræðurna. Sá,
sem ekki elskar, er áfram í dauðanum.“ Það eru þessi síðustu orð:
„Sá, sem e'kki elskar, er áfram í dauðanum,“ er leitað hafa á huga
minn að undanförnu.
„Guð er kærleikur.“ Eðli Guðs er kærleikur, sem er hreinn, óeig-
gjarn, sj álfselskulaus. Það er hann, sem Guð vill leggja í hjörtu
okkar. Það er hann, er sýnir, hvort við erum Guðs (börn eða ekki.
„Sá, sem ekki elskar, er áfram í dauðanum.“ Eigingirnin, sjálfselsk-
an er andlegur dauði. Enginn, sem aðeins elskar sig, hugsar um
sjálfan sig, gæti dvalið glaður hjá Guði. Dauðinn og lífið, myrkrið
og Ijósið, eigingirnin og sjálfsfórnandi kærleikur eiga enga samleið
hér í heimi og heldur ekki í eilífðinni. Kærleikur Guðs birtist og er
i Kristi Jesú. Hann er ekki eigingjarn. Hann miðlar öðrum af nægt-
um sínum. lífi sínu, kærleika sínum. Hann gerir það ekki óbeðið,
en honum er unun að svara bænum o'kkar.
Hefir þú beðið hann að miðla þér af lífi sínu, að upplýsa þig og
vera ljós þitt í lífinu? Þú segist vera vantrúaður: Bið ekki um trú.
Bið um Krist sjálfan, líf hans og ljós. Bið þú hann að koma og vera
í hjarta þínu með kærleika sinn og elska þaðan aðra menn, nota þig
sem farveg kærleika síns. Til að vita, hvernig kærleikurinn birtir sig,
skaltu lesa f. Korintilbréf 13. kafla, lofsöng Páls um kærleikann.
Maður nokkur las þennan 13. kafla daglega í þrj ár vikur, og það
geibreytti ævi hans. Vilt þú fara eins að? Kaflinn sýnir, hvernig
framkoma kærleikans er við aðra, bvernig hann er í eðli sínu, og
hvernig allt er fánýtt, sem mennirnir sækjast eftir, ef þá skortir kær-
leikann.