Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 35
norðurljósið
35
Ef maðurinn ungi, sem af meynni missti, hefði verið fylltur kær-
leika, óeigingj arnri elsku Krists, iþá hefði hann aldrei fyllzt heift og
hatri. Þá hefði hann heðið meðbiðli sínum og fyrrverandi unnustu
sinni blessunar Guðs. Kærleikurinn er lásagrasið, sem lýkur upp
harðlæstum hjörtum, græðilyf særðra hjartna og lausnin eina á lífs-
ms vandamálum.
Hafi þökk þeir, sem hlýtt hafa erindi mínu. Fái þið öll lifað í ljósi
°g hlýju kærleika Guðs. „Keppið eftir kærleikanum“ með því að
lesa I. Kor. 13., áhuga hann og breyta eftir honum. — í Guðs friði.
Blaðamaður í klípu
Dr. John R. Rice segir frá.
Ungur maður, fregnritari blaðs í Decatur í Texas, sagði við mig:
’>Eg trúi ekki því, sem þú ert að prédika.“
Eg sagði: „Þú trúir því dkki, en móðir þín og faðir trúa því. Þau
hafa jafnmikið vit og þú. Milljónir annarra trúa því.“
Hann sagði: „Ég get ekki gert að því, get ég það, ef ég trúi ekki
svona hlutum.“
Eg sagði: „Vissulega getur þú gert að því.“
Hann sagði: „Hvernig í ósköpunum get ég gert að því? Ég er of
visindalega íhugsandi.“ Þannig talaði hann, en sannleikurinn var sá,
aö hann hafði verið að lesa þessa litlu, ódýru vantrúaihæklinga og
var að vitna í orð vantrúarmanna og hélt sig vera skynsaman.
Eg sagði: „Þú getur vissulega komizt að því, hvað er satt.“
>jHvernig?“ sagði hann.
Eg sagði: „Krjúptu á kné með mér hérna og hið.“
Hann sagði: „En ég trúi ekki, að Guð sé til.“
Eg tók upp vasahnífinn minn. „Þú getur sagt, að þú trúir því ekki,
þessi hnífur sé heittur, en hann mun stinga þig alveg eins fyrir
þa'ó. Og Guð mun gera sig kunnan þér, ef þú vilt segja: ,Ó, Guð, ef
nokkur Guð er til, ég leila þín, ég vil fá þig; ef Guð er til og hann
vill sanna mér það, vil ég þjóna honum. Ef bihlían er Guðs orð og
get fengið að vita það, skal ég lesa hana og lifa eftir henni. Ef
fesús Kristur er sonur Guðs, sem dó fyrir mig, og ef Guð vill hjálpa
niei til að vita það, skal ég treysta á hann sem frelsara minn. Ég
skal gefa honum hjarta mitt.‘ — Ég skora á þig að falla á kné og
hiðja þessarar hænar.“