Norðurljósið - 01.01.1970, Side 44
44
NORÐURLJ ÓSI8
síðar. Var ég þar líka veturinn 1926—1927. En fór heim um sum-
arið.
Arthur Gook var þá erlendis, og hugði ég til kennslu. Datt mér í
hug að sækja um lausa stöðu á Patreksfirði. Læknisvottorð þurfd að
fylgja umsókn. Reið ég til Hvammstanga til að afla þess og var með
umsókn í vasanum. Vissi ég, að Esju var von um þær mundir á leið
vestur.
Er ég kom til Hvammstanga, lá Esja þar og skyldi fara eftir eina
stund eða svo. Fór ég þá að finna Jónas Sveinsson lækni. Þá stóð
þannig á, að sjóslys, árekstur, hafði orðið á Húnaflóa, og voru
meiddir menn fluttir til Hvammstanga. Var Jónas að sinna þeim, og
fór Esja svo, að umsókn mín koinst ekki með, en nálega eða alveg
gagnslaust að senda hana án læknisvottorðs. Sneri ég svo búinn
heim.
Eg frétti síðar um lausa stöðu í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húna-
vatnssýslu, sótti ég þar og fékk stöðuna. Var þar farkennsla. Skyldi
kennt á þremur stöðum. Var kennslan fyrst í skólahúsinu á Sveins-
stöðum. En er að þeim tíma leið, að kennsla skyldi hætta þar, vildu
hörnin ekki hætta. Fann ég þá lausn, að þau skyldu lesa, reikna og
skrifa heima, en koina einn dag í viku í skólahúsið til yfirheyrslu og
fá leiðbeiningar um verkefni næstu viku. Hin börnin, sem ég var að
kenna, urðu þá að vinna sjálfstætt þann dag með eftirliti húsfreyj-
unnar, sem fúslega leit til með þeim.
Tilhögun þessi blessaðist svo vel, að heimanámsbörnin lærðu al-
veg örugglega tvo þriðju af því, sem þau hefðu lært með kennslu
minni.
Eg kunni þarna vel við mig og stakk upp á því við fræðslumála-
sljóra, að skólinn mætd verða talinn fastur skóli með þessu heima-
námssniði. Þýddi það miklu hærra kaup fyrir mig. Fyrrverandi
kennari minn, Asgeir Asgeirsson, gegndi þá því starfi. Tók hann
málaleitun minni vel, og hefði ég getað fengið þessu framgengt
syðra. En þá hóf fólk í skólanefndinni baráttu fyrir því, að koma
öðrum manni að, sem eitthvað var því tengdur eða skyldur, og var
þá lokið þeiin draumi, að setjast að í Sveinsstaðahreppi.
Skóla var slitið síðasta dag vetrar, minnir mig. Á sumardaginn
fyrsta fór ég að heimsækja fólk, sem bjó á Geirastöðum fyrir utan
Þingeyrar. Lá leið mín fram með Vatnsdalsánni, sem var vatnsmikil
um þetta leyti, því að leysing var. Allt í einu komu fjórir svanir