Norðurljósið - 01.01.1970, Side 51
norðurljósið
51
einbirni fram á sjöunda ár mitt. Hann vandist ekki, að hugsað væri
aðeins um hann einan. Ég vandist því, unz systir mín fæddist. Hann
lærði strax, að hann varð að taka tillit til annarra. Þess þurfti ég
ekki lengi fyrst, svo að einstaklingshyggja og eigingirni þróuðust
kjá mér. Hjá honum þroskaðist félagshyggja vegna skólalífs, íþrótta
°g knattspyrnu. Ég tók engan þátt í knattspyrnu eða félagslífi unga
fólksins í sveit minni. Hann hafði hlotið skólamenntun, sem nægði
til inngöngu í háskóla. Ég hafði að baki hálfsþriðja vetrar nám í
kennararskólanum eftir stopula barnafræðslu.
Ég var nærri þrítugur, þegar ég gerðist fastur starfsmaður lians,
fullþroskaður líkamlega, en óþroskaður á ýmsa lund samt. Hann var
uærri 47 ára, fullreyndur, þroskaður, kristinn maður. Við snerum
°kkur báðir á svipuðum aldri til Krists. Hann naut frá fyrstu tíð
leiðbeininga og samfélags sanntrúaðs fólks. Ég fór á mis við hvort
tveggja, nema það, sem hann gat frætt mig með bréfum sínum og
Norðurljósinu. Hann hafði unnið um aldarfjórðung að kristilegu
starfi. Slíku starfi hafði ég kynnzt svo lítið, að ég fór til hans (í
fyrstu) með það markmið fyrir augum að kynnast slíku starfi og
verða þannig hæfari til að starfa en ég var og færari um að halda
kristilegar samkomur. Er því námi lyki, ætlaði ég að fara frá Sjón-
ariiæð.
Hann var stilltur og hafði gott vald yfir sér. Ég var uppstökkur,
£at rokið upp bálreiður út af smámunum, þótt ekki kæmi það alltaf
1 Ijós. Hann var snyrtimenni og prúðmenni vegna eðlisfars og upp-
eldis. Ég var „jarðvöðull,“ eins og móðir mín orðaði það. Mér var
osýnt um snyrtimennsku og háttvísa framkomu. Hann var vandvirk-
Ur. Ég var hroðvirkur. Hann var gætinn og seinn að taka ákvarðan-
lr> ef þær skiptu nokkru máli. Ég var fljótfær og hugsaði lítt um af-
leiðingar orða og gerða. Ég vildi „drífa hlutina af“ og fannst hann
vera fram úr hófi seinlátur á stundum.
Mr. Gook, eins og hann var jafnan nefndur í fyrri daga, hafði
l'fáð mjög, að Guð gæfi honum íslenzkan samverkamann. Maðurinn
varð að hafa þá íslenzkukunnáttu, að hann gæti lesið yfir handrit
^ans og prófarkir af prentuðu máli ásamt honum. Ennfremur þurfti
ann að vera fús til að gera fleira en sitja við ritstörf og yfirlestur.
Éinhvern veginn fannst mr. Gook, að ég væri maðurinn og tók að
Éiðja Guð um mig sem aðstoðarmann.
S j álfum mér hafði fundizt, að ég ætti eitthvað að starfa hjá mr.