Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 53
Nokðurlj ósið
53
v’ar orðin frú hér á Akureyri. Heyrði ég hana kalla lágt nafnið mitt
af undrun, er ég gekk inn í salinn.
Við þetta tækifæri las mr. Gook úr Opinfo. 3. 12: „Þann, er sigrar,
Riun ég gera að stólpa í musteri Guðs míns, og hann skal þaðan
aldrei út fara.“ Lítið man ég úr ræðunni eða ekki neitt. En mér þyk-
ir Iíklegt, að hann hafi talað um, að lærisveinar Krists, sem vildu
sigra og vera honum trúir, yrðu að fara út úr flokkum og kirkju-
deildum. Á þá lund hefir hann skrifað í Norðurljósið. Þetta spor
hafði kostað mig svo mikla foaráttu, að mér fannst, að nú væru allar
°rrustur að foaki. Ég átti eftir að læra af reynslunni, hve hræðilega
niér skjátlaðist þar.
Upptök þess, að ég yfirgaf skírnarkenningu lúterskrar kirkju, voru
þau: Er ég var að læra um skírnar-sakramentið í barnalærdómskver-
lnn, var talað um náðina, sem foamið hlyti við skírnina. En ef mað-
urinn syndgaði mjög mikið, gæti farið svo, að hann missti aftur
þessa náð, skírnarnáðina. Man ég, að ég hugsaði þá, á fjórtánda ári,
a þessa leið: „Hvaða gagn er mér að þessari skírnarnáð, sem svíkur
,Tllg, þegar ég þarf mest á henni að halda?“
Eg vildi eiga náð, sem ekki brygðist mér, þótt ég hefði syndgað
'nikið, náð, sem breiddi á móti mér faðminn — get ég orðað það
nn •— og tæki á móti mér, þegar ég fyndi, að ég þyrfti hennar við.
Eg þakka Guði fyrir, að ég fann slíka náð. Ég fann hana hjá Guði
vegna sonar hans Drottins Jesú Krists og fórnardauða hans á kross-
lnum á Golgata. Þegar ég fór að búa á Sjónarhæð með Arthur og
Éristínu, þegar ég fór að kynnast góða og vandaða fólkinu í söfnuð-
’uum á Sjónarhæð, þegar mér var sýnt, að ég var alltaf að breyta
öðru vísi en ég átti að foreyta, — þegar ég sá hinn mikla veikleika
nnnn og skort á sigri yfir sjálfum mér og ófullkomleik mínum —
þá lá mér við að örvænta og gefast upp. En þá gaf Guð mér þetta
akkeri handa sálarskipi mínu að liggja við í stormum og stórsjóum
ævmnar: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur,
Svo að hann fyrirgefur oss syndirnar, og blóð Jesú, sonar hans,
hreinsar oss af öllu ranglœti.“ (1. Jóh. 1. 9.)
Þarna kom náðin, sem ég hafði óskað eftir að eiga. Ég ákvað al-
Veg óbifanlega, að svo lengi sem þessi orð stæðu á blöðum heilagrar
ntningar skyldi ég gera mitt verk: játa syndir mínar og hrasanir.
Þá mundi Guð, sem er trúr, gera sitt verk, og hreinsa mig af öllu
ranglæti, hreinsa mig fyrir Jesú blóð. Þetta bjargaði mér, gaf mér