Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 58
58
NORÐURLJÓSIÐ
svo lengi sem ég Keypti hann það um langan tíma, unz mér
var sagt, að hann læsi það ekki. Var ihann þá orðinn fjörgamall. Þá
hætti ég að senda honum það. En alltaf hafði hann greitt það skilvís-
lega, er greiðslu var krafizt.
í annað sinn var ég staddur austur á Selfossi og datt í hug að
bjóða Nlj. þar og safna kaupendum. Kom ég þá í hús, þar sem ung
frú var að leitast við að forjóta mjög naglreknar spýtur í uppkveikju-
við. Atti hún svo erfitt með að handleika þennan eldivið, að ég foauð
fram hjálp mína og hraut spýturnar. Hún hefir síðan keypt Nlj.
í áratugi.
Tvisvar kom það fyrir við innheimtustarfið, að fólk þurfti að
segja mér „meiningu“ sína, með ærið óþvegnum orðum, skömmum
vil ég nefna það. Var í annað skiptið sérstaklega veitzt að trúaða
fólkinu í Sjónarhæðarsöfnuði, og átti þar ekki að vera nokkur nýti-
leg sál. Vil ég nú minna á það, er ég segi hér að framan, að ég gat
rokið upp af litlu tilefni. En undir svona skömmum var ég rólegurí
með öllu og rótuðust ekki skapsmunir mínir. Loksins gat ég komið
orði að. Ég sagði: „Þú þekkir hann Jóihann Steinsson? Hvað getur
þú sett út á hann?“ Þá var sem fallið hefði foss á bálið. Það slokkn-
aði samstundis. Það var ekkert hægt að setja út á Jóhann. Hann var
viðurkenndur maður, er ynni verk sín af áreiðanleik og trúmennsku,
með sanngirni í kaupkröfum. Minnir mig, að ég minnti þá á fleiri,
sem höfðu gott orð á sér. Féll þá talið niður. Ég erfði þetta að sjálf-
sögðu ekki. Cuð gaf mér þá gleði síðar, að geta gert viðkomandi
greiða. Guðs er dýrðin fyrir það.
Frá starfsháttum Arthurs Gooks og bænasvörum.
I’ostulinn Pá'll talar um „hið daglega ónæði.“ Mr. Gook fór ek'ki
varhluta af því heldur, einkum framan af árum. Hann ihafði lært að
draga út tennur, og kom fólk lengi vel til hans þeirra erinda, að fá
teknar út tennur, unz fullkomnari tannlæknaþjónusta var sett á lagg-
ir á Akureyri.
Eins var hans mikið leitað sem læknis, þar sem hann stundaði
smáskammtalækningar (hómeópaþíu). Átti hann ágætar handbæk-
ur eftir lærðan lækni enskan, er hvarf frá hinni venjulegu lyflæknis-
fræði, þvi að hann sannfærðist um, að 'lyf smáskammtalækna tækju
hinum mikið fram. Þegar því fólk gat ekki fengið hót hjá öðrum
læknum, þá var leitað til mr. Gooks, 'bæði af fólki á Akureyri og alls