Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 59
NORÐURLJÓSIÐ
59
staðar af landinu, þar sem spurðust lækningar Jians. Færi hann í
ferðalög út um sveitir til að thalda samkomur, sótti þær margt fólk,
er kom til að leita hans sem læknis. Ætlaði hann vorið 1918, er ég
hitti hann fyrst (eða var það 1919?), að fara vestur í Barðastrand-
arsýslu. En hann varð að snúa aftur í Veslur-Húnavatnssýslu. Þá
hafði thann fengið 300 heiðnir um lyf. Var það geysileg vinna að
taka öll lyfin til og afgreiða þau til póstflutnings. En auðvitað hafði
ég ekkert af því að segja, þar sem ég var enn ekki kominn ti'l hans.
Hins vegar tók ég á móti stórri sendingu, sem ég kom til viðtakenda.
En vegna hins daglega ónæðis vildi hann hafa ákveðna læknis-
daga: miðvikudaga og laugardaga. En hréf afgreiddi hann hvenær
sem var. Var það mitt starf að búa um bögglana. Eins var það mitt
verk að afgreiða bækur og veggspjöld, sem ihann seldi á tímabili
mikið af. Voru þau með ritningargreinum.
Bréfaskriftir hafði ihann miklar, bæði á íslenzku og ensku. Lengi
vel ritaði ég íslenzku bréfin, einkum viðskiptabréfin. Ensku bréfin
ritaði hann lengi sjálfur, en undir lokin var ég farinn að skrifa líka
nokkuð af þeim.
Svo virtist sem mr. Gook félli bezt að vinna á kvöldin. Fór hann
jafnan seint að hátta, en lét vekj a sig kl. 8 að morgni. En stundum
vann hann langt frarn á nætur, einkanlega við bréfaskriftir. Kom
það fyrir einu sinni, að ég reis með fyrra móti úr rekkju, minnir
mig það væri kl. 5. Þá var hann að fara í rúmið.
Oft var það, að ^kriftir hans voru bundnar við skipsferðir. Skip-
in -frá Sameinaða komu með hálfsmánaðarbili. Fluttu þau jafnan
póst, og varð þá að skrifa sem mest áður en þau færu, sem stundum
var að næturlagi.
Eina nótt vakna ég rétt fyrir kl. 3. Finnst mér ég verða að klæð-
ast og ganga inn í forstofu.Eg svaf þá í norðvesturhorni salsins, er
afþiljað var. Er ég kem inn, liggur bunki af ibréfum á borðinu. Ég
heyri, að skipið, sem lá við innri bryggju, muni vera að leggja af
stað. Var 'þá tekinn spretturinn, og stóðst það á endum, að ég gat
komið bréfunum inn á skipið áður en það fór alveg frá bryggjunni.
Mr. Gook sagði mér um morguninn, að hann hefði verið orðinn
svo þreyttur, er hann var búinn að skrifa, að hann treýstist ekki að
fara með bréfin. Lét ihann þau á borðið og bað Drottin að láta mig
vakna og fara með þau. Þetta var ástæðan, að ég vaknaði á þessum
mér óvenjulega tíma.