Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 60
60
NORÐURLJÓSIÐ
í annað sinn bar svo til, að ég var staddur frammi í Kristnes-
hæli og var þar að halda samkomu hjá sjúklingunum. Á sama tírna
þurfti mr. Gook að sýna skuggamyndir á Sjónarhæð. Til þess að
nógu dimmt yrði í salnum varð að láta svört tjöld fyrir gluggana.
Eg hafði komið mér upp högglaafgreiðslu uppi á háalofti og hafði
nokkuð stóran kassa með loki á fyrir vinnuborð. Niður í þennan
kassa hafði ég látið svörtu tjöldin, fannst mér fara vel um þau þar.
Hins vegar hafði ég gleymt að segja mr. Gook frá þessu, því að
hann var vanur að biðja mig að koma með þau, er nota þurfti
tj öldin.
Hann vissi þess vegna ekkert, hvar ég hafði látið þau og gat ekki
fundið þau. Hann reyndi að ná sambandi við mig í hælinu, en sím-
inn var í notkun. Hvað gat hann tekið til bragðs? Hann leitaði
Drottins í hæn, sem vissi, hvar tjöldin voru, og bað hann að vísa
sér á þau. Er hann ihafði beðið, fannst ihonum, að hann yrði að íara
upp á loft. Er þangað kom, var ihann sem leiddur að kassanum og
svo að opna hann. Þá var málið leyst.
Húsið að Sjónarhæð var smíðað að utan úr góðum viði, sem
yfirleitt er lítt sem ekki fúinn eftir 70 ár að kalia. En að innan hafði
frágangur verið mjög óvandaður. í hverjum venjulegum glugga þar
voru fjórar rúður. Af þeim voru þrjár á járnum. Yirðist húsið
hafa verið reist fyrir hitaheltisloftslag, en ekki frosthörkur og bylji
norðurhjara veraldar. Innri gluggar með rúður úr næfurþunnu
gleri voru þó til og látnir fyrir að vetrum framan af. Ofnar voru í
fjórum herbergjum af sjö. Áður en raftnagnið kom til sögunnar hit-
uðu stórir olíulampar herbergin mikið upp að kvöldinu. En er raf-
magnið kom, var hitagjafinn sá úr sögunni. Lesendur munu því
geta skilið, að í húsi sem þessu hefir verið ærið kalt froslaveturinn
1917—1918, er frostið var á milli 30 og 40 gráður á Celsíusmæli.
Leið þá mörgum illa vegna kuldans, og ekki getur íhúum Sjónar-
hæðar hafa liðið manna hezt, þótt Drottinn hefði, svo að segja með
kraftaverki, sent þessum þjóni sínum fimm lestir af kolum, er hann
fékk í byrjun janúar. Nokkuð af þeim var selt sjúkrahúsinu, er skorti
eldsneyti. Svo mjög reyndi þessi vetur á mr. Gook, að upp frá þessu
snerist hann til landvarnar, ef hann frétti, að hafísinn væri að nálg-
ast. Tók hann þá að biðja Guð að senda ísinn í hurt. Skal hér sagt
frá því atviki, er ég man bezt.
Það var sumarið 1929. Þá var notuð flugvél til síldarleitar fyrir