Norðurljósið - 01.01.1970, Side 66
66
NORÐURLJOSIÐ
Zakkeus var hann nefndur
ÚTVARPSERINDI EFTIR RITSTJÓRANN.
Álieyrendur góðir.
Zakkeus var hann nefndur, og nafnið var fagurt. Það merkir:
hreinn. Þetta nafn var ef til vill í ættinni. Líka getur verið, að það
sýni löngun eða þrá foreldra hans, að drengurinn litli lifði sam-
kvæmt nafni sínu, flekkaði sig aldrei á neinu því, sem lögmál Drott-
ins hannaði. Zakkeus var Gyðingur.
Er þetta ekki ihjartans þrá margra foreldra, að börn þeirra verði
hrein, nafn þeirra óflekkað?
I bók sinni „Broken Earthenware“ (Brotin leirker), segir höfund-
urinn, Harold Begbie, frá drykkjumanni í Lundúnum. Allir nefndu
hann stöfunum 0. B. D. Old Born Drunk, gamli drukkinnfæddur, af
því að sagan sagði, að ihann ihefði fæðzt drukkinn. Áfengisneyzla
móður hans var slík. Gamli 0. B. D. var alltaf drukkinn og hafði
alltaf verið það. Samt ihafði það gerzt, að hann hafði kvænzt og eign-
azt með konu sinni einn son, sem var að komast á unglingsaldur.
Fjölskyldan bjó í kjallaraholu. Óþrifnaðinum var ekki unnt að
lýsa. En gamli 0. B. D. vildi samt, að sonur hans yrði góður og gegn
maður. Hann fékk aldrei að bragða dropa af áfengi af neinu tagi.
Hann fékk ekki mikið að leika sér með öðrum drengjum. En hann
mátti hafa dýr sem leikfélaga inni í íbúðinni, svo að þar voru kanín-
ur og fleiri dýr, sem drengurinn skemmti sér við, lék sér við og
hugsaði um. Siðferði hans var hreint og óspillt, þrátt fyrir alla spill-
inguna í fátaekrahverfinu, þar sem bjuggu foreldrar hans. Þannig
geta fore'drar átt mikinn þátt i því, hvernig 'börn þeirra alast upp.
Foreldrar, sem vilja varðveita börn sín, venja þau snemma við þann
sið, að vera ekki úti seint á kvöldin. Þeir taka því ekki illa, ef lög-
reglan skyldi vísa börnunum inn, ef svo bæri til, að ]>au væru held-
ur seint úti við.
Zakkeus óx upp. Sem fullorðinn maður gekk hann í þjónustu
Rómverja. Þeir drottnuðu þá yfir Gyðingalandi. Zakkeus tókst á
hendur það starf: að innbeimta tolla. Það var arðvænlegt starf, en
óvinsælt mjög. Oft var þessi staða notuð til að kúga og svíkja sem
mest fé af þeim, er tolla skyldu gjalda. Sagan hermir ekki, hvort
Zakkeus festist í þeirri snöru. En hann stóð vel í stöðu sinni. Skil-