Norðurljósið - 01.01.1970, Side 80
80
NORÐURLJ ÓSIÐ
Yið skulum taka eftir þessum innskotsorðum, er segja okkur, að
Pílatus var orðinn kristinn í samvizku sinni, þegar hann átti að
dæma Jesúm til dauða. Tregða hans, að dæma Jesúm dauðasekan,
tregða þessa manns, sem annars mat mannslífið svo lítils, hún verð-
ur þá betur skiljanleg.
En Tertúllían hafði fleira að segja við yfirvöldin heiðnu í Róm.
Hann skorar á þau á þessa leið: „Rannsakið yðar eigin opinberu
skjöl. Á sömu stundu og Kristur dó ihvarf ljós sólarinnar, og land
allt varð myrkt að nóni. Er sá furðuatburður skrásettur í árbókum
yðar og geymdur í skjalasöfnum yðar til þessa dags.“ Hér er ekki,
í þessum ritum verjenda kristninnar, verið að fela sem vendilegast,
með hverjum hætti dauða Jesú bar að ihöndum. Ef Jesús gerði vopn-
aða uppreisn, hlaut það að standa í skýrslu Pílatusar. Ef nauðsyn
bar til að falsa frásagnir, þá var barnaskapur einn að vitna í skýrslu
Pílatusar. Hann gat ekki hafa þagað yfir vopnaðri uppreisn, sem
hann bældi niður. Sigur hans yfir uppreisnarforingjanum var sönn-
un fyrir dugnaði hans og skyldurækni. Og Pílatusi veitti ekki af
öllu því, sem mælt gat með honum við keisarann. Ekki voru svo
þægilegar kærurnar, sem Gyðingar sendu keisaranum vegna fram-
komu hans á stundum.
Þegar hér er komið, inætti tilgreina vitnisburð sagnaritarans
Jósefusar um Krist. Jósefus var fæddur árið 37 e. Kr. að okkar tíma-
tali. Hann ritaði um Jesúm frá Nazaret á þessa leið:
„Um þetta leyti var Jesús uppi, vitur maður, ef það er leyfilegt að
kalla hann mann, því að hann framkvæmdi furðuleg verk, kennari
slíkra manna, sem meðtaka sannleikann með velþóknun. Hann dró
til sín marga, ibæði af Gyðingum og heiðingjum. Hann var Kristur.
Og þegar Pílatus, eftir bendingu hinna helztu manna á meðal vor,
hafði dæmt hann á krossinn, yfirgáfu þeir hann ekki, sem í fyrst-
unni elskuðu hann, því að hann hirtist þeim lifandi aftur á þriðja
degi, eins og hinir guðlegu spámenn höfðu sagt fyrir um hann, bæði
þessa og fjölmarga aðra dásamlega hluti. Og flokkur hinna kristnu,
kallaður svo eftir honum, er ekki útdauður til þessa dags.“ Vitnis-
burður þessi um Jesúm stendur í Gyðingasögu Jósefusar, 18. bók,
3. kafla, 3. grein, og er þýddur hér af mér.
Hér er ekkert minnzt á vopnaða uppreisn í sambandi við Jesúm
frá Nazaret, þótt Jósefus geti um slíkar uppreisnir. Hann tekur fram
um Krist, að hann var kennari manna, sem meðtaka sannleikann