Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 81
norðurljósið
81
með velþóknun. Ber það alveg saman við lýsingar þær, sem guð-
spjöllin gefa sjálf af starfi Jesú og kenningum hans.
Til að reyna að losna við þennan óhlutdræga og sterka vitnisburð
um Jesúm hafa menn gripið til þess ráðs að segja, að kaflinn sé inn-
skot í sögu Jósefusar, en ekki skráður af honum sjálfum. Þetta er
aðeins getgáta, engin rök. Kaflann vantar ekki í nokkurt handrit,
sem geymzt hefir af sögu Jósefusar, og hann er til í öllum þýðingum
hennar, þótt fornar séu. Fræðimaður brezkur, sem gaf út bók um
Jósefus og rit hans, segir að kaflinn sé eftir Jósefus.
Frá lagalegu eða lögfræðilegu sjónarmiði er ritsmíð Falk-Rönne
lítils virði. Hún er ekki studd með fornum, rituðum heimildum, held-
ur með ágizkun. Engar skráðar heimildir gefa til kynna, að nokkrar
kynslóðir hafi komið og farið frá þeim tíma, að Kristur var kross-
festur, þangað til guðspjöllin voru rituð. Páll postuli ritar í 1. Tím. 5.
18. á þessa leið: „Ritningin segir: Þú skalt ekki múlbinda uxann, er
bann þreskir, og verður er verkamaðurinn launa sinna.“ Orðin um
uxann eru í 5. Mós. 25. 4. og orðin um verkamanninn í Lúk. 10. 7.
Lúkasar guðspjall er þá þegar orðinn hluti af ritningunni á efri ár-
um Páls postula.
Til er partur af blaði úr guðspjalli Jóhannesar, er sérfræðingar
telj a, að skráð hafi verið mjög snemma á 2. öld e. Kr. Ástæðulaust
er að ætla, að það sé úr frumhandriti Jóhannesar, heldur afrit. Guð-
spj all ihans er talið skráð á efstu árum hans eða um 90 e. Kr. Við-
brugðið er, hvað gamalt fólk man vel æskudaga. En Jóhannes þurfti
ekki að styðjast við minni sitt eingöngu. Drottinn Jesús hafði heit-
i® postulunum því, að heilagur Andi minnti þá á allt, sem hann
hafði sagt þeim. Þótt postularnir gætu gleymt, gat Guð heilagur
Andi ekki gleymt eða logið og falsað frásagnir. „Guð skal reynast
sannorður, þótt sérhver maður reyndist lygari.“ Sannsögli heilagrar
ritningar hvílir á sannsögli Guðs, sem hugarórar og getgátur manna
bagga ekki né gera að engu.
Áður en rætt verður meira um Júdas skal minnzt á samtímamann
Jesú, lögfræðinginn Gamalíel. Hann naut mikils álits og trausts með-
al fólksins. Þegar postular Krists stóðu fyrir ráðinu í Jerúsalem,
0ttu þeir vísan dauða. Þá sagði Gamalíel við ráðherrana:
„Fyrir skömmu var það, að Þevdas reis upp og lét ekki svo lítið
yfir sér. Til hans hylltust nær fjögur hundruð manns, en hann var
drepinn, og allir þeir, sem að honum hnigu, tvístruðust og urðu að