Norðurljósið - 01.01.1970, Side 88
88
NORÐURLJÓSIÐ
nafns og verðleika sonar þíns Jesú Krists, og gefðu mér Anda þinn,
Anda máttar, kærleiks og stillingar.“
Slíka bæn sem þessa er Guð fús til að heyra. Loforð hans er þetta:
„Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að
hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ (1.
Jóh. 1. 9.) Slíkrar 'bænar hefi ég sjálfur beðið, og ég veit því af
reynslu, að slíka bæn heyrir Guð. Hún er fyrsta bænin, sem við
þurfum að biðja til að ná sambandi við Guð. Hver vill reyna hana?
Vilt þú það? Þig mun aldrei iðra þess í eilífðinni. Júdas iðraðist, og
Júdas játaði synd sína. En hann játaði hana ekki fyrir Guði né fyr-
ir honum, sem hann hafði syndgað í gegn. Við skulum breyta skyn-
samlegar en hann og ekki láta syndina skilja okkur frá Jesú. Annað-
hvort skilur Jesús okkur frá syndinni, eða syndin skilur okkur frá
Jesú. Undirrótin að falli Júdasar var synd, sú synd, að hann var
þjófur. Hann hafði notað stöðu sína til að stela. „Ein eymdin býður
annarri heim,“ og ein synd býður öðrum syndum heim. Júdas hlýt-
ur að hafa haft vonda samvizku. Vond samvizka setur manninn úr
jafnvægi fyrr eða síðar. Höfundur bréfsins til Hébrea segir: „Lát-
um oss ganga fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trú-
artrausti, er vér 'höfum hreinsað hjörtu vor af vondri samvizku.“
Guði sé lof, að það er hægt að losna við vonda samvizku. Það er
unnt með því móti, að játa synd sína fyrir Guði og fyrir mönnum,
ef við höfum syndgað á móti þeim. Við eigum að gera upp við Guð
og menn. Guð fyrirgefur vegna Jesú Krists, því að „Kristur dó vegna
vorra synda.“ Við skulum varast að breyta sem Júdas eða svipað
með því að játa, að við séum kristið fólk, en geymum þó í líferni
okkar einhverja synd, eitthvað, sem við vitum, að er rangt, t. d. það:
að vilja ekki fyrirgefa mótgerðir annarra. Guð gefi öllum sigur, sem
erindi þessu hlýddu, og fyrirgefningu vegna nafns Drottins Jesú
Krists.
Guð blessi þig, sem leitar nú á fund frelsara þíns. Þökk fyrir
áheyrnina.
Sœmundur G. ]óliannesson.
BÆN: Líknsami Guð, miskunnaðu mér. Eg hefi syndgað á móti þér.
Gefðu mér að koma til Krists og dragðu mig til hans. Fyrirgefðu
mér syndir mínar vegna hans nafns. Taktu mig að þér og láttu mig
gera vilja þinn og verða þér til dýrðar. I Jesú nafni. Amen.