Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 94
94
NORÐURLJ ÓSIÐ
Nokkru seinna var öllum skátafélögum í iborginni boðið á guðs-
þjónustu. BoSiS var þegið. ÞaS var sjón að sjá, er þessi mikli fjöldi
skáta kom í sparibúningum sínum. Auk þeirra komu svo foreldrar
og systkini þeirra margra, svo að húsið varð troðfullt. Dr. Bill til
mikillar undrunar kom orðhákurinn líka, sem mest hafði notað gróf-
yrðin nokkru áður. Presturinn sagði Bill, að sonur hans væri þarna
meðal skátanna og benti honum á hann.
Er guðsþjónustan var ihafin, tók dr. Bill upp vasaúr gamalt, hélt
því á loft og sagði á þessa leið:
„Þetta úr er nokkuð gamalt, en getur þó komið sér vel fyrir þann,
sem ekkert úr á. Hve margir skátar eru hér, sem vilja eignast það?“
Allmargir piltar réttu upp höndina, þar á meðal sonur orðháksins.
Dr. Bill benti honum þá að koma og kvaðst gefa honum úrið. Piltur-
inn þakkaði fyrir og ætlaði að grípa úrið. Þá sagði dr. Bill: „Bíddu
ofurlítið. Eg ætla að leika mér dálítið að því fyrst.“
Til að vita, ihvort það væri með óbrjótandi gleri, sló hann því
fast við hornið á ræðustólnum. GleriS mölbrotnaði, vísarnir duttu
af því, og skífan beyglaðist inn. Fólkinu blöskraði, en dr. Bill hélt
áfram og endaði með því að kasta því á gólfið. Þá steig hann ofan
á það með -hælnum, svo að það varð að klessu. Þá tók hann draslið
upp, opnaði vasa piltsins og lét það í hann og sagði piltinum að fara
í sæti sitt.
Aumingja pilturinn var orðinn svo skömmustulegur, að hann
vissi ekkert, hvað hann átti af sér að gera. En Bill ýtti honum nokk-
uð fast í áttina að sætinu. Allir voru að sjá orðnir svo reiðir, að
hann undraðist seinna, hvers vegna þeir befðu ekki tekið hann þar
af lífi án dóms og laga!
Þá fór heldur betur að heyrast þrusk frammi í samkomuhúsinu
eða kirkjunni. Orðhákur var lagður af stað inn að ræðupalli til pre-
dikarans og ekki beinlínis í þeim erindagerðum að snúa sér til
Krists! Fjórir kirkjuþjónar stöðvuðu hann. Samkoman var alveg
farin út um þúfur, það fann dr. Bill. Hann ákvað því að „taka um
hornin á bola.“
Hann leit yfir mannfjöldann fokreiðan og hrópaði síðan svo hátt,
sem hann gat:
„Ég hefi aldrei séð svo reiðan mannfjölda á ævinni. Þið eruð fok-
reið við mig, er ekki svo? Ykkur finnst, að ég hafi móðgað og leikið
grátt þennan skátapilt að orsakalausu.