Norðurljósið - 01.01.1970, Side 98
98
NORÐURLJÓSIÐ
„Viljið þér veita því viðtöku nú?“
„Ég vil það,“ svaraði hann.
Ég sagði: „Við skulum falla á kné og segja Guði það.“ Við krup-
um hlið við hlið, og þegar hann reis á fætur, vissi hann, að Guð
hafði fyrirgefið honum allar syndir hans.
Hann fór í næstu viku, og í nálega ár heyrði ég ekkert frá honum,
því að hann skrifaði mér aldrei. Þá frétti ég, að hann hefði farið til
St. Paul og ynni á hverju kvöldi að frelsun annarra. Hann hafði
flutt konu sína frá Toronto. Þau voru sameinuð aftur og svo sæl í
þessu nýja lífi sínu, að þau höfðu tekið sér að kjördóttur munaðar-
lausa telpu, svo að heimilið væri fullkomið.
Enginn maður þarf að halda áfram í syndinni. Guð hefir séð um,
að lækning er til. I Jóh. 8. 36. segir Drottinn Jesús oss sjálfur, hver
sú lækning er: „Ef því sonurinn (þ. e. sjálfur Jesús sonur Guðs)
gerir yður frjálsa, munuð þér verða sannarlega frjálsir.“ . . .
En menn segja: „Þetta getur verið, en ég get ekki gert að vantrú
minni, og það er endir málsins.“ Það er ekki endir málsins. Það er
til lækning, ÖRUGG LÆKNING Á VANTRÚ. SÚ LÆKNING ER
JESÚS KRISTUR. Farðu til Jesú Krists. Segðu honum frá van-
trú þinni. Dragðu ekkert undan. Segðu honum, að þú getir ekki
trúað hiblíunni, að þú getir ekki trúað á Guð, að þú getir ekki
trúað á hann sjálfan á þann hátt, sem kristnir menn gera. Segðu
honum líka, að þú viljir fá að vita, hvort bihlían er sönn; að þú
viljir vita, að Guð er til, ef hann er til og að þú viljir þá fá að
þekkja hann. Segðu honum, að sé hann sjálfur sonur Guðs, þá vilj-
ir þú fá að vita það. Ef hann sýni þér það, þá skulir þú veita hon-
um viðtöku sem frelsara þínum og gefa þig undir vald hans sem
Drottins þíns og játa hann sem frelsara þinn og Drottinn fyrir
heiminum. Taktu síðan orð Jesú eins og þau eru skráð í guðspjöll-
unum, taktu einkum guðspjall Jóhannesar, lestu það heiðarlega, leit-
aðu ljóss og hlýðnastu ljósinu jafnskjótt og þú færð það. Efi þinn
og vantrú munu þá bráðlega hverfa.
Vinur minn, það má vera, að vantrú þín sé ekki þér að kenna. En
það er þér að kenna, ef þú heldur áfrain í henni. Ég hefi sýnt þér
veg til lækningar. Þúsundir manna hafa reynt þessa lækningu. Hún
hefir aldrei brugðizt í nokkurt skipti.
(Úr ræðu eftir R. A. Torrey, í „The Sword of the Lord“ 20.
október 1967.)