Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 104
104
NORÐURLJÓSIÐ
Þá er Jesús, hinn upprisni, einnig stöðugt með lærisveinum sín-
um -— eins og hann lofaði að vera allt til enda veraldarinnar — þeg-
ar þeir, allt frá umgengni Jesú líkamlega hér á jörð og ávallt síðan,
boða og hafa boðað fagnaðarerindi hans — það, að mannkyninu
öllu sé með honum frelsari fæddur og að hann sé fyrir alla menn
dáinn og upprisinn og stöðugur hjálpari hverjum, sem á hann trúir
og vonar.
Páll postuli skrifar í fyrsta kafla í hréfinu til Rómverja, að Jesús
Kristur sé „kröftuglega auglýstur að vera sonur Guðs fyrir upprisu
frá dauðum“.
Jesús hafði líka sagt: „Eg og faðirinn erum eitt“ — og einnig:
„Eg er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann
deyi“. — Hlustum vel á það, að Jesús sagði: ÉG ER UPPRISAN
OG LÍFIt); SÁ, SEM TRÚIR Á MIG, MUN LIFA ÞÓTT HANN
DEYI
Olafur Tryggvason, Kothvammi, V.-Hún.
§anng:jariiar s|»iirniiig>ar, sem
spyrja niai lironiiarmenn
Kafli úr rœðu eftir dr. Bill Rice.
Ég held það sé sanngjörn spurning að spyrja mann, sem fylgir
þróunarkenningunni, hvernig skröltormurinn þróaðist. Breytingarn-
ar eru mjög hægfara, þegar þróun á sér stað, taka ef til vill milljónir
ára. Skepna fær ekki líffæri fyrr en hún þarfnast þess, og noti hún
það ekki, glatar hún því smátt og smátt.
Skröltormurinn hefir eiturkirtla aftan til við höfuðkúpuna. Eitr-
ið spýtist inn í bráð hans eftir löngum, holum höggtönnum, sem
líkjast mjög deyfingarnál. Þær eru á hjörum og liggja í skoru í
gómnum, þegar munnurinn er lokaður. Væru ekki þessar hjörur á
tönnunum, gæti skröltormurinn ekki lokað munninum. Hann kæmi
heldur ekki miklu af fæðu upp í munninn, ef hún yrði að fara á
milli þessara löngu tanna.
Nú, þegar skröltormurinn var að þróast, hvað af þessu þrennu
þróaðist fyrst: löngu, holu tennurnar, ihjörumar á tönnunum, eða
eiturkirtlarnir aftan við höfuðkúpuna? Munið, það gat tekið