Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 105
NORÐURLJÓSIÐ
105
milljónir ára fyrir hvert af þessu að þróast, og ekkert af því gat
höggormurinn fengið, fyrr en hann þurfti á því að halda. Hvað af
þessu þrennu þróaðist fyrst? og hvers vegna? Höggormurinn gat
ekki þurft á eitrinu að halda, nema hann hefði þessar holu högg-
tennur til að spýta því í gegnum! Hann gat ekki lifað með þessar
löngu tennur, nema á þeim væru hjörurnar, svo að hann gæti lagt
þær upp í góminn. Og hann gat ekki þurft á þessum hjörum að
halda, nema ihann hefði virkilega langar tennur!
Þessar holu tennur eru brothættar. Það er ekki hægt að nota þær
til að herjast með þeim eða veiða með þeim. Þær eru gagnslausar
til annars en að spýta eitri.
Eg hefi haft gaman af að leggja þelta vandamál fyrir þúsundir á
þúsundir ofan af námsmönnum. Ég held, að það sé þess vert, að þú
íhugir ]>að líka. I’ví meir sem þú íhugar það, því meir muntu íhuga
það!
Það er aðeins ein leið til að skýra það, hvers vegna skröltormur-
inn er svona, sú, að Guð skapaði hann þannig. Hvers vegna gaf Guð
höggorminum eitrið? Af sömu ástæðu og hann gaf kettinum klær,
að hann gæti veitt sér eitthvað til að eta og lifa. Sérhverri skepnu
sinni hefir Guð gefið hæfileikann lil að lifa og eignast afkvæmi.
(The Sword of the Lord, 16. apríl 1965.)
Eins og annað, sem Guð hefir skapað, geta menn notað eitursnáka
og höggorma hæði til ills og til góðs. „Hómópatar“ nota lyf, unnin
úr eitri skröltormsins og fleiri höggorma, og gera það með ágætum
arangri oft og tíðum. Vel má vera, að aðrar greinar læknavísinda
geri slíkt hið sama.
Djöfullinn talaði forðum við Evu í höggormi. Eins og höggorms-
bitið spýtir eitri inn í líkama mannsins, þannig spýtti Satan eitri
lygi sinnar inn í huga og sál Evu. Trú hennar á orð hans og hlýðni
við þau leiddu andlegan dauða yfir hana og mann hennar og af-
komendur þeirra.
Drottinn Jesús hirtist til þess að l)rjóta niður verk djöfulsins.
Djöfullinn kenndi mönnum lygi. Drottinn Jesús kennir okkur sann-
leika. Djöfullinn hlindar skilning manna á Guði. Drottinn Jesús
opnar hann og veitir okkur þekkingu á Guði. Djöfullinn leiðir menn-
ma frá Guði. Drottinn Jesús dó, til þess að hann gæti leitt oss aftur
til Guðs. Djöfullinn gerði mennina hrokafulla, eins og ihann er sjálf-
ur. Drottinn Jesús var sjálfur hógvær og af hjarta lítillátur. Hann