Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 106
106
NORÐURLJ ÓSIÐ
gefur okkur hógværð og lítillæti. Afleiðingar verks djöfulsins hafa
gert heiminn að bæli synda, lasta og saurugleika, fátæktar, böls og
styrjalda. Yerk Drottins Jesú hefir opnað oss himininn, heimkynni
sælu, friðar og eilífrar hamingju. Mannkynið allt skiptist nú í tvær
fylkingar. Fyrir annarri þeirra er djöfullinn fyrirliði og leiðir sig
og hana til glötunar. Fyrir hinni fylkingunni er Drottinn Jesús for-
ingi og leiðir þá, sem fylgja honum ásamt sér í dýrðarheimkynni
Guðs.
Ef þú ert ekki í fylkingu Drottins Jesú Krists, er langlíklegast, að
Satan segi þér nú á stundinni, að þriðja fylkingin sé til, mynduð af
þeim, sem hvorugum fylgja, en þetta er lygi eins og annað, sem frá
honum kemur. Drottinn Jesús sagði: „Sá, sem ekki er með mér, er
á móti mér, og sá, sem ekki samansafnar með mér, hann sundurdreif-
ir.“ Hann þekkir ekki nema tvær fylkingar: með sér eða á móti.
Hvernig komast menn í fylkingu Krists? Með því að yfirgefa fylk-
ingu Satans, koma til Jesú, ganga honum á vald og veita honum við-
töku sem frelsara sínum, sem frelsar þá manninn frá syndum hans,
og að hann fylgi Jesú sem konungi sínum og Drottni.
Hefir Drottinn Jesús frelsað þig frá syndum þínum og er hann sá
Drottinn, sem þú leitast við að hlýða?
Ef ekki, hvers vegna ekki að kjósa Krist nú? S. G. J.
»I*ér hafid ehki séð liann,
en el§kið hann þó«
Dr. Harry Rimmer (hann var doktor í vísindum og í guðfræði)
sendi einu sinni allmörgum ungum stúlkum spumingablað.
Hann spurði þær, hvort þær gætu elskað mann, sem þær hefðu
aldrei séð. Flestar þeirra svöruðu, að það gætu þær — í vissum
kringumstæðum. Sumar svöruðu, að þær gætu elskað mann, sem
þær hefðu aldrei séð, ef þær vissu, að hann væri góður, elskulegur
maður. Aðrar sögðu, að þær gætu elskað mann, sem þær hefðu
aldrei séð, ef hann hefði unnið einhverja mikla hetjudáð eða sjálfs-
fórnandi verk.
Harry Rimmer heimfærði þessar hugsanir til vors fjarverandi
ástvinar, Drottins Jesú Krists. Hann er góður, framar öllum öðrum,