Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 111
NORÐURLJÓSIÐ
111
lliirt frá þeini
Eftir dr. BiUy Graham.
Stytt í þýðingu.
Sameinaðar sjónvarpsstöðvar allar í Bandaríkjunum og hundruð
sjálfstæðra sjónvarpsstöðva eru nú í æðisgenginni leit að kvik-
myndum. Miklar kvikmyndir eru nálega þrotnar. Það er komið
nærri niður á botn í tunnunni. Amerískum almenningi er boðið upp
á að horfa á í dagstofunum myndir af ofbeldisverkum, grimmd og
ólifnaði.
Kvikmyndum er nú sjónvarpað, er listar-leikhús ein sýndu fyrir
fáum mánuðum. Þetta fall sjónvarpsins frá viöurkenndri siðahefð
og venjum áður skapar sannkristnum manni alvarlegt, siðferðilegt
vandamál. Biblían kennir, að kristinn maður eigi að vera í heimin-
utn, en tilbeyri ekki heiminum. En kristnir foreldrar þúsundum sam-
an eru komnir í þá klípu, að sj ónvarpstj aldið treður inn í heimili
þeirra ofbeldi og ólifnaði handa þeim og börnum þeirra að horfa á.
Það þarf aga til að standa upp og skrúfa fyrir hrífandi dagskrá.
Margir kristnir foreldrar hafa gefizt upp í þeirri baráttu.
I 2. Kor. 6. 17. ritar postulinn Páll: „Farið burt frá þeim og
skiljið yöur frá þeim, segir Drottinn.“ Tiltölulega fáir klerkar flytja
ræður um frágreiningu. En í nýja testamentinu, bæði guðspjöllun-
um og bréfunum, er oss kennt, að vér sem kristnir menn eigum að
greina oss frá, skilja oss frá, yfirstandandi heimi.
Orðið, sem oftast er þýtt heimur í nýja testamentinu, er gríska
oröið kosmos. Jesús sagði, að Satan væri höfðingi þessa kosmos eða
heims-skipulags. Þetta merkir, að Satan hefir skipulagt þetta heims-
kerfi vantrúaðs mannkyns á illum grundvallarreglum hans: vald-
heitingu, ágirnd, eigingirni, metorðasýki og skemmtanafikn. Heims-
kerfið er mikilfenglegt og voldugt. Það er oft á ytraborðinu trú-
rækið, vísindalegt, siðfágað og glæsilegt; en hið innra ólgar það af
þjóðernisremibingi, viðskiptasamkeppni og kappgirni. Þegar raun-
verulega reynir á, verður því aðeins haldið saman með hervaldi.
Burt frá þeim.
Sú frágreining, sem biblían ræðir um, er tvöföld. í fyrsta lagi er
hún það: að vera andvígur öllu, sem gagnstætt er huga Guðs. í öðru