Norðurljósið - 01.01.1970, Page 112
112
NORÐURLJÓSIÐ
lagi er hún það: að taka sig frá handa Guði. Biiblían kennir enn-
fremur, að vér eigum að vera greind frá falskennurum, sem lýst er
sem „kerum til vanheiðurs.“ (2. Tím. 2. 20.)
Biblian kennir ekki, að vér eigum að skilja oss frá allri snertingu
við hið illa í iheiminum eða jafnvel í kirkjunni. En vér eigum að
vera greindir frá að samþykkja það og samlagast því. Jesús Kristur
á að vera fyrirmynd vor. Hann var heilagur, lýtalaus, óflekkaður,
frágreindur syndurum. Samt var hann í slíkri snertingu við fólk til
að frelsa það, að trúarleiðtogar samtímans ásökuðu hann um að
hafa samfélag við vínsvelgi og syndara.
Kristur leit á lærisveina sína sem útvalið samfélag manna, sem
ættu borgararétt, er ekki væri af þessum heimi. Hann kenndi þeim,
að þeir mundu þurfa að bera kross, af þvi að þeir væru ólíkir öðr-
um. Hann sagði, að heimurinn mundi hata þá, af því að þeir væru
ólíkir honum.
Eingöngu með því, að vera öðruvísi en aðrir, gátu lærisveinar
Krists orðið ljós heimsins og salt jarðar. Eingöngu með því, að
lifa „í Kristi“ og vera „fylltir heilögum Anda“, var þeim kleift að
’hefja heiminn á hærra svið. Aðeins með því, að greina sig frá hinu
illa í heiminum, gátu þeir haft áhrif á menn til góðs.
Það var lilætlun Krists, að þessi aðgreining héldist hjá því fólki,
sem fylgdi honum á hverjum tíma, hverri öld. — Heimurinn er eins
heiðinn í anda nú á dögum og hann var fyrir 20 öldum, eða jafnvel
heiðnari. Illvirki eru framin nú á dögum, sem jafnvel hinni heiðnu
Róm hefði 'blöskrað.
Það er satt, að hinn siðmenntaði heimur tilhiður ekki skurðgoð
úr steini, en hann dýrkar mannleg og efnishyggjuleg goð. Nú tilbið-
ur heimurinn leikara og leikkonur, iþróttahetjur, uppgangsmenn og
auð, og handa Guði er harla lítið rúm. Kvikmyndahúsið og nætur-
skemmtistaðurinn eru helgidómar milljóna manna, þar sem þeir
dvelja í andrúmslofti, sem í raun og veru er fjandsamlegt Guði.
Auðvitað verður kristinn maður að lifa í heiminum. Enginn af
oss getur umflúið heiminn, holdið og djöfulinn, jafnvel ekki í
klaustri. Hvernig getum við haft áhrif á heiminn, nema við lifum í
honum og sönnum á hverjum degi kraft fagnaðarerindisins með
líferni okkar? Okkur er ekki meinað að njóta þeirra hluta, sem eru
elskuverðir, hreinir, sannir og réttir.
Eigi að síður bendir ritningin á, að kristinn maður þurfi oft að