Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 113
norðurljósið
113
segja „nei“ við laðandi tilboðum heimsins. Þetta leiðir oft ofsókn
yfir hinn kristna, af því að hann neitar að styrkja það, sem er sið-
ferðislega rangt. Svarið „já“ sýnist víðsýnt og frjálslynt, en á
„nei“ er litið sem þröngsýni og íhaldssemi. Það eru margir játandi
kristnir menn nú á dögum, sem eru að svíkja kristilegar hugsjónir
sínar, af því að þeim er annara um bros heimsins en boðorð Krists!
Sannkristnir, trúaðir menn lifa í heimi út af fyrir sig, saman-
tengdir af sameiginlegri trú, en greindir frá hinu illa í heiminum
umhverfis þá, sem skilur þá ekki. Tilslökunarlaus og Guði helgað-
ur sannkristinn maður getur átt Jieima eða unnið við hlið annars
kristins manns. Þó geta þeir lifað hvor í sínurn heimi. Hinn síðar-
nefndi getur verið að reyna að þjóna Guði og djöflinum samtímis.
Heiminum stendur á sama, þótt maður sé trúaður, ef hann þegir um
trú sína og hugsjónir. En þetta er það, sem trú mannsins leyfir hon-
um ekki að gera, þegar hann setur Krist fyrstan, því að það, að
slaka til, að þegja, er að svíkja Krist. Helgaður, kristinn maður er
undir alvörugefinni og heilagri þvingun að vitna um Krist, hvenær
sem tækifæri gefst.
Ég held, að það sé langtum erfiðara að lifa frágreindu lífi í rugl-
ingslegum heimi okkar nú á dögum en nokkru sinni fyrr. En knýj-
andi þörfin, að lifa frágreindu lífi, hefir aldrei verið meiri.
Eg er sannfærður um, að einungis frágreindur kristinn maður
beri áhrifamikinn vitnisburð um Krist nú á dögum. Hann er mað-
urinn, sem er allur Guðs megin. Hann neitar allri tilslökun í þeim
efnum, sem eru lífsnauðsynleg og hafa eilíf gildi. Kristinn maður,
sem er líkur heiminum, hefir lítil eða engin áhrif á hann. Hann
hefir ekkert andlegt eða siðferðislegt sjálfstæði. Hann er tilbúinn
að gera það, sem heimurinn gerir, og samþykkja siðvenjur, sem
eru óheiðarlegar og ósiðlegar, af því að hann er hræddur við van-
þóknun heimsins.
Kristinn maður, sem stendur gegn guðlausum heimi, þarf að
greiða hátt gjald vegna trúar sinnar og hugrekkis. Það er slíkt fólk,
karlar og konur, sem eru salt lands síns og frelsa það frá gerspill-
ingu. Þegar heiminn vantar hjálp, huggun og leiðbeiningu í þján-
mgum og vandræðum, þá snýr hann sér til hins Guði helgaða manns
til að fá hænir hans og hjálp á tímum mikillar, andlegrar neyðar.
Sérhver kristinn maður, sem les þetta, verður að velja. Þú getur
ekki þjónað heiminum og Kristi. Það er ekki unnt að hagnast mest