Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 126
126
NORÐURLJÓSIÐ
GHman vid glímukappnnn
Þegar Bob Bagget var 13 ára gamall, strauk hann að heiman.
Hann var orðinn meira en 183 sm á hæð. Þessi ungi risi komst í
flutningalest, sem ætlaði til Montana. Ætlun hans var að verða
nautasmali.
A leiðinni fann járnbrauta-lögreglan hann. Hann neitaði að segja
til nafns síns og sat í varðhaldi í 21 dag. Þá komst lögreglan að
því, hvaðan hann var, og sendi hann heimleiðis. Þótt foreldrar hans
reyndu að ná honum heim, slapp hann og komst að lokum til Mont-
ana. Þar fékk hann vinnu hjá manni, sem hafði fanga í vinnu, er
gengu lausir gegn því heiti, að strjúka ekki. Sumir þeirra voru for-
hertir glæpamenn. Hann lærði af þeim háttu heimsins, og 15 ára
gamall drakk hann með hinum.
Hann gekk í sjóherinn, er hann var 17 ára, og hafði þar að fé-
lögum menn, er 'bæði voru ósiðaðir og lifðu ósiðlegu líferni. Er
hann var orðinn 21 árs, var hann orðinn þaulvanur neyzlu deyfi-
lyfja. Helmingur kaups hans fór fyrir óblandaðan vínanda, sem hann
fékk hjá vini lyfsala, er hann þekkti.
Þá kom herþjónusta í Kóreustríðinu. Þar slasaðist hann alvar-
lega og var þrjú ár í sjúkrahúsi. Þar gerði hann Guði það heit, að
hann skyldi þjóna honum og gera vilja hans, ef hann kæmi sér brott
úr sjúkrahúsinu.
011 þau ár, sem liðin voru, síðan sonur hennar fór að heiman,
hafði Guði helguð móðir hans beðið stöðugt fyrir týnda syninum.
Hún hafði ekki séð hann síðan, og ekki vissi hún, hvar hann var.
En hún trúði á Guð, er svaraði bæn. Hún hélt því stöðugt áfram að
biðja fyrir Bob. Eitt kvöld, er hún var að biðja, gaf Guð henni dá-
samlegar ritningargreinir: Róm. 4. 20., 21.: „Um fyrirheit Guðs
efaðist hann ekki með vantrú, heldur gerðist styrkur í trúnni, því
að hann gaf Guði dýrðina, og var þess fullviss, að hann er máttugur
að efna það, sem hann hefir lofað.“
Með trú tileinkaði hún sér þessar ritningargreinir og sagði í
hjarta sínu: „Ég vil ekki efast um fyrirheit Guðs með vantrú.“
Þá talaði Drottinn eins greinilega til hennar og það hefði verið
heyranleg rödd og fullvissaði hana um: að áður en hún dæi mundi