Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 127
NORÐURLJÓSIÐ
127
hún hafa séð drenginn sinn frelsaðan, fylltan heilögum Anda og
vera að boða fagnaðarerindið.
Eftir 13 læknisaðgerðir var Bob loks sleppt úr sjúkrahúsinu hinn
1. fébrúar 1951. Læknarnir voru undrandi á því, að hann skyldi ná
sér svo. Þeir höfðu verið sammála um, að hann gæti aldrei framar
gengið. í rauninni sagði einn læknir honum, að hann gæti lifað í
þrjú ár, ef hann gætti sín vandlega, annars mundi hann ekki lifa í
eitt ár. En bænir guðrækinnar móður unnu sigur.
Er Bob var kominn úr sjúkrahúsinu, gleymdi hann fljótt loforði
sínu við Guð og hélt fyrra líferni áfram: að drekka, svalla og elta
stúlkurnar.
Er hann var laus úr herþjónustu, gerðist hann glímumaður að at-
vinnu, vonaði hann, að þetta mundi veita honum frægð og auð.
Kvöld nokkurt eftir glímukeppni í ættborg sinni, ákvað hann að
komast eftir, hvort móðir hans væri enn á lífi. Mörg ár voru liðin,
síðan sonurinn týndi hafði litið þýðlegt andlit þessarar guðræknu
konu.
Hann gekk fyrst í drykkjustofu og dvaldi þar fram að lokunar-
tíma. Þá ók hann í leigubifreið, unz hann var kominn í nánd við
æskuheimili sitt. Hann hringdi dyrabjöllunni. Hann segir svo frá
því, sem gerðist:
„Lítil, gráhærð kona kom til dyra, dró tjaldið frá og spurði: ,Bob,
er þetta þú?‘ Ég svaraði: ,Já, mamma.1 Hún opnaði hurðina og
sagði: ,Þú hefir verið að drekka, er skki svo? Sonur, hvers vegna
gazt þú ekki komið ódrukkinn heim til að hitta mig? Hví kemur þú
svona heim? Þú veizt, að ég get ekki látið þig koma inn í þessu
ástandi, en mig langar til að tala við þig.‘ Hún fór í slopp, náði sér
í biblíu og fór út á svalirnar. Er hún hafði lesið Róm. 4. 20. fyrir
mér, sagði hún: ,Eitt sinn, meðan ég var að biðja, gaf Guð mér það
loforð, að ég mundi sjá þig frelsaðan, fylltan iheilögum Anda og
vera að prédika fagnaðarboðskapinn áður en hann kallaði mig
heim.‘
Ég hlýt að hafa molað hjarta hennar, þegar gaus út úr mér:
,Mamma, Guð þinn er dáinn! Þú notar hann sem hækju! Hann er
ekki til! Ef hann væri það, þá léti hann mig ekki vera í því ástandi
sem ég er núna.‘ Ég gerði nístandi gys að trú hennar og fór síðan.
Mamma var að gráta, tárin runnu niður kinnar hennar. Er ég
gekk yfir hæð, leit ég aftur og sá mömmu sem skuggainynd í lj ósinu