Norðurljósið - 01.01.1970, Page 128
128
NORÐURLJÓSIÐ
á svölunum. Hún teygði hendur til himins, og ég heyrði grát-hróp
hennar: ,Guð, vertu honum miskunnsamur!1
Ég kom tvisvar aftur og drukkinn í ibæði skiptin, gerði gys og
kvaldi hana. En hún staðhæfði, að Guð lifir og svarar bæn.“
Þá var það eitt kvöld eftir kappglímu í Seattle, að kraftaverkið
átti sér stað.
Meðan Bob gekk úr hverjum næturklúbbnum og drykkjukránni
eftir aðra í leit að stúlkum, gekk hann framhjá kirkju. Hann heyrði
fólkið í kirkj unni vera að syngj a sálm, sem hann þekkti sem drengur.
Þetta var „Það er kraftur í blóðinu.“ Teymdur af ókunnum krafti
og með hugsun um móður sína gekk 'Bob inn í kirkjuna. Staðurinn
var fullur af nálægð og krafti Guðs. Prédikarinn var smurður heilög-
um Anda, og boðskapur hans kom Bo'b til djúprar sannfæringar um
synd.
Hann gat ekki staðizt þetta lengur, svo að hann yfirgaf þennan
helgidóm og kveikti sér í vindlingi. En hann var aftur teymdur inn,
og sannfæring hans um synd var orðin ennþá dýpri.
Enn fór hann út úr kirkjunni, en er hann ihafði gengið aðeins fá-
ein spor, var sem fætur hans væru límdir við steinsteypuna.
I fyrsta sinn á ævinni fékk Bob Bagger að reyna óttalegan
hræðslutitring. Hné hans slógust saman, og svitinn streymdi af
honum. Það greip hann sú tilfinning, að þetta væri síðasta tæki-
færið, sem Guð mundi nokkru sinni gefa honum. Hann reikaði
aftur inn í kirkjuna, sundurmarinn syndari. Að lokum stundi hann
upp: „Drottinn, ég gefst upp!“ Hann hljóp inn kirkjuganginn og
datt fáein fet frá altarinu, en tókst að skríða inn að því.
Hann tók úr vösum sínum vindlinga og litla silfurflösku með
viský, hann setti þetta á altarið og sagði: „Guð, þú veizt, að ég
hefi reynt að hætta að reykja og drékka, og ég get það ekki. Ég
set þetta á altarið, og nú tekur þú við.“ Þá lagði hann eiturspraut-
una á altarið. Hana hafði hann borið árum saman.
Þetta kvöld snerist Bob Bagger dýrlega til Krists. Friður og gleði
streymdu yfir sál hans. Presturinn spurði þá, hvort hann vildi ekki
síma heim til móður sinnar. Glaður gerði hann það. Síminn hringdi
aðeins einu sinni áður en frú Bagger svaraði. Óðar en 'hún heyrði
rödd sonar síns hrópaði hún: „Guði sé lof! Þú ert frelsaður. Halle-
lúja.“
Hver hafði sagt henni, að drengurinn hennar væri frelsaður?