Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 139
NORÐURLJÓSIÐ
139
svaraði Gréta ákveðin. Marta reyndi enn að finna leið: „Þið
getið keypt hjálp til að líta eftir húsinu.“
„Það kostar mikla peninga, að kaupa hjálp, og af pening-
um höfum við ekki of mikið. Geti pahbi ekki sem fyrst selt
mikið af vörum, verð ég að hætta í skólanum.“
Marta hló. Hún var dóttir efnaðra foreldra og hugsaði
ekki um annað en falleg föt: „Þú þarft víst ekki að kvarta
yfir peningaleysi. Eg held, að pahbi þinn hafi nóg af þeim.
En ég get ekki staðið hér. Eg verð að fara að búa mig í ferða-
lagið. Við sjáumst aftur í skólanum á mánudaginn. Vertu
sæl.“
Grétu leiddist meir en hún lét í ljós við vinstúlku sína, að
hún gat ekki tekið þátt í ferðalaginu. Er hún stóð alein í eld-
húsinu, komu tár í augu hennar. Þær ætluðu að fara að sigla.
Henni þótti svo fjarska gaman að sig'la! Símahringing trufl-
aði hana brátt í þessum döpru hugsunum. Þetta var faðir
hennar. Hann sagði: „Hr. Brandt er í bænum í dag. Hann
ætlar að kaupa mikið af vörum lil verzlunar sinnar. Ef til
vill verð ég svo heppinn að geta selt honum eitthvað. Ég hefi
boðið honum heim til hádegisverðar. Viltu segja mömmu
þinni það. Hún á að hafa til bezta matinn, sem hún getur bú-
ið til.“ Áður en Gréta kom orði að, sleit faðir hennar sam-
bandið. Hún stóð sem steini lostin. Klukkan var orðin nærri
því 10, svo að það voru rúmar tvær stundir, þangað til pabbi
hennar kæmi með gestinn, og mamma var í rúminu. Nú svaf
hún áreiðanlega, og helzt mátti ekki vekja hana. Hún varð
sjálf að sjá um hádegisverðinn. Um annað var ekki að ræða.
Hugsunin ein um þetta gerði hana nærri því hrædda, en þá
áttaði hún sig. Hún gekk inn í herbergið sitt, féll á kné og
bað: „Kæri Drottinn Jesús, vilt þú ekki láta takast vel til
með matinn hjá mér, og vilt þú ekki láta pabba geta selt hr.
Brandt vörur sínar.“ Bænin gerði hana rólega. Það var held-
ur ekki í fyrsta sinn, sem hún hafði reynt það, að það má
sækja öruggleika og frið til frelsarans.