Norðurljósið - 01.01.1970, Side 142
142
N ORÐURLJ ÓSIÐ
ekki átt að stanza og hlusta á það, sem ókunni Afríkumaður-
inn sagði við karlmennina í þorpinu. En hann hafði verið
svo vingjarnlegur á svipinn, að henni fannst, að hún yrði að
heyra, hvað það væri, sem hann var að segja frá. Hún flýtti
sér nú að kveikja eld og hljóp til brunnsins til að ná í vatn.
Þar voru al'lar stúlkurnar saman komnar og töluðu um
ókunna manninn. Hann hafði sagt, að eitthvað af hvítu fólki
væri komið til að eiga heima hjá ættflokki þeirra í öðru
þorpi. Það væri ekki að kaupa eða selja. Heldur segði það
fólki frá nýjum vegi til himins, sem væri kallaður „Jesú-
vegurinn“.
Nyille skipti sér ekki af samtalinu. Hún vissi, að hún var
orðin of sein og langaði ekki ti'l, að reiða húsmóðirin henn-
ar berði hana, þegar hún kæmi aftur.
Nyille hafði misst móður sína, þegar hún var mjög lítil.
Hún var því alin upp hjá nokkrum ættingjum sínum. Ef hún
hefði ekki verið heilsuhraust, hefði hún verið komin til móð-
ur sinnar. En hún var þannig gerð, að hún gat lifað, þrátt
fyrir allra aumlegustu kringumstæður. Dag nokkurn var
faðir hennar alveg peningalaus. Hann gat ekki borgað það,
sem hann átti að borga, og vissi ekki, hvaðan hann gæti feng-
ið peninga. Þá datt honum litla dóttir sín í hug, sem átti
heima hjá frænku sinni. Hún hlaut að vera um það bil 10
ára gömul. „Ó,“ sagði hann, „þetta væri ágætt ráð fyrir mig
til að fá eitthvað af peningum. Eg ætla að fara í þorpið og
sækja hana, og síðan skal ég selja hana gamla manninum í
hinu þorpinu. Hann er fús til að kaupa stúlkur, sem geta
hjálpað konunni hans með vinnuna á bænum. Nyille er stór
eftir aldri, og hún er heilsugóð, svo að ég gæti fengið gott
verð fyrir hana.“
Hann flýtti sér síðan til frænkunnar. Nyille langaði ekki
til að fara frá henni, en orð föður hennar voru lög, sem hlýða
varð. Þótt hún gréti og æpti, tók hann hana með sér til hins
þorpsins.