Norðurljósið - 01.01.1970, Side 143
NORÐURLJ ÓSIÐ
143
Gamli maðurinn varð nú heldur glaður, er hann fékk svo
duglega stúlku sem ambátt. Hann borgaði mikla peninga
fyrir hana. Faðir hennar skildi hana svo eftir hjá honum.
Þar skyldi hún vera, unz hann hefði unnið sér svo mikið inn,
að hann gæti keypt hana aftur. Nyille grét sig í svefn mörg
kvöldin, því að hún vissi vel, að faðir hennar gæti aldrei
keypt hana aftur. Til þess yrði að gerast kraftaverk.
Allir dagar urðu henni eins. Hún varð að fara snemma á
fætur á morgnana, sækja vatn í brunninn, kveikja upp eld-
inn, svo að húsbóndi hennar gæti fengið sjóðheitt vatn. Margt
varð hún að gera annað. Húsmóðurinni datt nú í hug, fyrst
hún hefði fengið duglega litla stúlku, þá gæti hún nú hlíft
sér við verstu verkunum. Hún gat þá setið allan daginn við
að spinna baðmull til að selja, svo að hún hefði einhverjar
tekjur af því.
Engin af hinum stúlkunum í þorpinu sýndi Nyille minnstu
vináttu. Þær skildu allar, að hún var ambátt. Bætta pilsið,
sem gamli maðurinn fékk henni, var eina flíkin, sem hún
átti. En Nyille litla bar höfuðið hátt, svo að hinar stúlkurnar
skyldu ekki sjá, hvað henni leið illa.
Nyille liugsaði talsvert mikið um þau orð, sem ókunni
maðurinn hafði sagt. Hún óskaði, að hún hefði getað heyrt
meir af því, sem hann hafði að flytja. Hvað skyldi þetta vera
með þennan Jesúm, sem var vegur til himins?
„I kvöld,“ sagði hún við sjálfa sig, „skal ég læðast alveg
að hliðinni á honum, meðan hann talar. Ef til vill get ég þá
fengið að heyra meir, svo að ég skilji betur, hvað hann segir.
Hann er svo vingjarnlegur á svipinn, að hann mun ekki vísa
mér frá sér, jafnvel þótt hann sjái mig. En ég verð að gæta
þess, að gamli maðurinn og konan hans sjái mig ekki“ Og
Nyille reyndi að skilja þau orð, sem ókunni maðurinn talaði
við fólkið í þorpinu.
Kvöld nokkurt, er myrkrið var að skella á, var Nyille á
leiðinni heim með eldivið. Mætti hún þá ókunna manninum