Norðurljósið - 01.01.1970, Side 144
144
NORÐURLJ ÓSIÐ
á stígnum. Ó, hvað litla hjartað hennar þráði að skilja þá
hluti, sem hún hafði heyrt talað um.
„Kennari,“ sagði hún, „vilt þú ekki skýra betur fyrir mér
Jesú-veginn.“ Hann nam staðar og talaði við litlu ambáttina
og sagði henni, að Guð elskaði hana svo mikið, að hann
hafði sent son sinn Jesúm til að deyja á krossi, til þess að all-
ir, sem trúa á hann, geti fengið syndir sínar fyrirgefnar.
Nyille hlýddi með alvöru á orð ókunna mannsins. Byrði
hennar fannst henni verða léttari, meðan hann stóð og sagði
henni frá kærleika Jesú, að hann vildi fyrirgefa henni allar
syndir og gefa henni frið og gleði. Ókunni maðurinn vissi,
að henni bjó hryggð í hjarta og að hún vildi fyrir alvöru læra
að þekkja sannleikann um Jesúm.
Eftir þetta tókst henni oft að hitta ókunna manninn, svo að
hún gat talað við hann um Jesúm, son Guðs. Jesús virtist vera
þessum ókunna manni svo raunverulegur, að þegar hann tal-
aði um hann, fannst henni Jesús vera við hlið þeirra.
Kvöld nokkurt var Nyille alein heima. Þá kraup hún á
kné og bað bæn til hins mikla Guðs á himnum, sem sendi
son sinn hingað til jarðar. Hrin l»að, að hann vildi taka sér
ltústað í hjarta hennar, frelsa hana frá synd hennar, og gefa
henni slíkan frið eins og ókunni maðurinn átti. Hún var
nærri því hrædd við að heyra málróm sinn, en hún var svo
vansæl og vinalaus, að hún þráði innilega að þekkja hinn
Eina, sem var vinur allra svartra manna, jafnvel 1 ítillar
ambáttar.
Upp frá því kvöldi varð breyting á litlu stúlkunni. Þegar
hvíti trúboðinn kom til að heimsækja ókunna Afrikumann-
inn, sagði hann trúboðanum frá Nyille litlu, sem hafði svo
mikinn áhuga á að heyra fagnaðarerindið. Hún gæti ekki
opinberlega fylgt Jesú vegna þeirra kringumstæðna, sem hún
var í, þar sem hún var ambátt hjá gamla fólkinu. Þetta, sem
trúhoðinn heyrði, varð honum áhugamál. Hann spurði, hvort
hann gæti ekki hitt litlu stúlkuna. Nyille hafði aldrei séð