Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 150
150
NORÐURLJÓSIÐ
voru hnetur, korn, sætar kartöflur og margt annað, þegar
Momol kom með sína gjöf. Glaður bætti hann henni við
allt hitt, sem átti að seljast til að fá peninga til byggingar
litlu kirkjunnar í hinu þorpinu.
Dag nokkurn, ekki löngu síðar, kom Momol heim, þreytt-
ur og hungraður. I stórum leirpotti yfir eldstæðinu í miðj-
um kofanum var kvöldmaturinn hans. Þrátt fyrir stóru ban-
anablöðin, sem lágu eins og lok yfir pottinum, fyllti angan
kvöldverðarins allan kofann. Momol og móðir hans settust
niður tii að borða. Drengurinn var að borða sem ákafast,
þegar allt í einu heyrðust bumbuhljóð. Hljóðmerkin þýddu
þetta: „Eg er að koma heim. Eg er þreyttur og svangur. Búðu
til góðan kvöldverð handa mér.“
„Það er pabbi, sem er að koma!“ kailaði Momol glaður
og stökk upp. Mamma hans fór að búa til mjög góðan kvöld-
verð handa þreytta og hungraða manninum sínum.
„Eg er nærri veikur af sulti,“ stundi faðir Momols, þegar
hann stundu seinna kom heim. Momol gaf honum gætur, þeg-
ar móðir hans skömmu síðar bar honum matinn. Drengnum
til mikillar undrunar laut faðir hans höfði og bað áður en
hann byrjaði að borða. „Ert þú orðinn Jesú-maður nú?“
kallaði drengurinn ákafur.
„Já, þú talar sönn orð,“ svaraði faðir hans. Ég kom inn í
litlu kirkjuna fyrir um það bil mánuði, og þá heyrði ég um
hinn mikla Guð. Eg var þreyttur og nam þar staðar til að
hvíla mig. Jesú-maður nokkur sagði frá því, að einu sinni
hefði hann verið múhameðsmaður, en hann hefði aldrei vit-
að, hvað það var að eiga frið í hjarta sínu, fyrr en hann fór
að ganga Jesú-veginn. Hann sagði mér, ef ég vildi hætta að
trúa á Múhameð, en trúa á Jesúm í staðinn, þá mundi ég
finna frið og verða hamingjusamur.“
„Gerðir þú það?“ spurði Momol, sem hafði engan frið
fyrr en hann hefði heyrt það allt.
„Það gerði ég, drengur minn,“ svaraði faðir hans glaður,