Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 151
NORÐURLJÓSIÐ
151
„og nú viljum við öll þjóna Jesú! Það voru um það bil 100
manns í litlu, nýju kirkjunni. Og þeir sögðu mér, að nokkrir
skóladrengir, sem elskuðu Jesúm, hefðu gefið honum gjöf,
og þannig hefði orðið kleift að reisa litlu kofa-kirkjuna.
Veizt þú nokkuð um þetta, Momol?“
Svörtu augun hans Momols ljómuðu af gleði. „Eg hjálp-
aði ofurlítið til,“ sagði hann með hógværð. „En mér datt
aldrei í hug, að það mundi hjálpa, kæra pabba mínum að
verða Jesú-maður.“ Þar sem hann vildi ekki gefa sjálfum
sér allan heiðurinn, hætti liann við: „Mamma gaf mér fyrstu
fjögur eggin til að byrja með.“ Mamma hans kinkaði kolli
hrosandi til lians og sagði: „Fjögur egg, og lítill kjúklingur
í hverju þeirra.“
5. UMHYGGJA JESÚ.
Elly var átta ára gömul. í fyrsta sinn var hún komin í sum-
arleyfi til afa síns og ömmu. Þau hjuggu á bóndabýli úti í
sveit. Telpan var úr borg og þekkti aðeins borgarlífið. Hún
undraðist þess vegna sveitalífið mikið. „Er alltaf svona
hljótt hérna?“ spurði hún afa sinn og ömmu fyrsta kvöldið,
sem hún var hjá þeim.
Amma svaraði: „Ég hefi aldrei hugsað um, að það sé
hljótt hérna. Hér eru mörg hljóð. Þú getur heyrt, að fugl-
arnir kvaka í trjánum, froskarnir í tjörninni, og lækurinn í
garðinum niðar.“
„En hér eru alls engir vagnar, og hér eru engin götuljós,'4
mótmælti Elly.
„Það gleður mig,“ var svar ömmu, og hún kepptist við að
prjóna sokkinn, meðan hún sagði: „Eg gæti ekki sofið, ef
götuljós lýsti inn um gluggann minn eða vagnar væru að aka
framhjá.“
„Það finnst mér nú einkennilegt,“ hugsaði Elly, „því að
ég held, að ég sofni ekki, nema ég hafi götuljós og heyri x
vögnum.“ Hún sagði þetta ekki upphátt, því að hún var