Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 152
152
NORÐURLJÓSIÐ
hrædd um, að afi og amma mundu halda, að henni leiddist
að vera hjá þeim, ef þau heyrðu það. En henni leiddist ekki.
„Eg get ekki skilið, hvar hann Tryggur er, mér finnst
vera orðið nokkuð langt, síðan ég hefi séð hann,“ sagði afi
nokkrum mínútum seinna. Tryggur var stóri hundurinn á
bænum.
„Bara að Elly verði ekki hrædd við Trygg,“ sagði amma
þá, meðan liún athugaði sokkinn, sem hún var að prjóna.
Hún hafði orðið fyrir því óliappi að missa niður lykkju.
Varla hafði hún sleppt orðinu, þegar Tryggur kom inn
um dyrnar. Elly hafði ekki séð hundinn koma. Hún tók fyrst
eftir honum, þegar hann rak kalt trýnið í höndina á henni.
Fyrst varð hún í raun og veru hrædd við Trygg, því að hann
var miklu stærri en hún hafði ímyndað sér.
Afi klappaði hundinum og sagði: „Tryggur, nú verður
þú að vera góður við Ellu litlu, og þú verður alltaf að sjá
um, að hún lendi aldrei í neinum vandræðum.“
Tryggur dinglaði stóra, loðna skottinu og neri stöðugt
köldu trýninu við hendur hennar. An vafa geðjaðist honum
vel að henni, því að hann jafnvel sleikti hana í framan. „Ég
vissi ekki, að hundar séu svona við fólk, sem þeir þekkja
ekki,“ sagði hún með andköfum.
„Það er ekki, nema þegar Trygg geðjast vel að ókunnug-
um, sem hann er svona elskulegur við þá,“ sagði amma, sem
nú hélt áfram að keppast við að prjóna, því að hún var búin
að ná upp aftur óþægu lykkjunni.
Elly klappaði hundinum og gældi við liann dálitla stund.
Hann settist svo við hlið hennar og sofnaði seinast með
höfuðið í kjöltu hennar.
„Ég vildi óska, að ég hefði Trygg inni hjá mér í herberg-
inu, þar sem ég á að sofa,“ sagði hún.
„Ef hundurinn á að vera þar, þá gerir það honum skaða,
þegar hann síðar meir þarf að vera úti á nóttunni. Hann er
sem sé vanur að halda vörð um bæinn,“ sagði amma.