Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 162
162
NORÐURLJÓSIÐ
2. Hvernig ég verð viss um viljo Guðs.
Eftir George Muller í Bristol.
(Þótt þessi grein muni hafa áður birzt í Nlj. og ef til vill í öðrum kristi-
legum blöðum eða ritum, eru þær leiðbeiningar, sem hún gefur, svo mikil-
vægar, að rétt er, að hún komi hér. Ritstj.)
1. Ég leitast við það þegar í byrjun, að koma hjarta mínu í það
ástand, að það hafi engan vilja sjálft gagnvart málinu.
Níu-tíundu hlutar erfiðleika fólks liggja einmitt í þessu. Níu-
tíundu af erfiðleikunum eru yfirstignir, þegar fólk er orðið fúst
til að gera vilja Drottins, hver svo sem hann kann að vera. Þegar
maðurinn er raunverulega í þessu ástandi, þá er stuttur spölur eftir
til þékkingar á því, hvað er vilji Guðs.
2. Er ég hefi gert þetta, læt ég ekki tilfinningu einhverra áhrifa
um árangurinn. Ef ég geri það, geri ég mig móttækilegan fyrir mikl-
ar blekkingar.
3. Ég leita vilja Anda Guðs fyrir, eða í sambandi við, orð Guðs.
Andinn og orðið verða að sameinast. Ef ég horfi á Andann einan
án orðsins, þá geri ég mig opinn fyrir miklum blekkingum líka. Ef
heilagur Andi leiðbeinir okkur nokkuð, þá mun hann gera það í sam-
ræmi við ritningarnar, en aldrei gagnstætt þeim.
4. Næst tek ég til greina kringumstæðurnar hvernig forsjónin
hefir hagað þeim. Þær benda oft nógu skýrt á vilja Guðs í sam-
bandi við orð hans og Anda.
5. Ég bið Guð í bæn að birta mér vilja sinn réttan.
6. Þannig, með bæn til Guðs, athugun orðsins og íhugun, kemst
ég að vel yfirvegaðri skoðun samkvæmt beztu getu minni og þekk-
ingu, og hafi þannig bugur minn frið og haldið áfram að hafa hann
eftir tvær eða þrjár bænir til viðbótar, þá breyti ég í samræmi við
þetta.
1 smámunum og í framkvæmdum, sem fela í sér mikilvægustu
afleiðingar. hefi ég fundið, að þessi aðferð kemur alllaf að gagni.
3. Leyndordómur persónu Krists.
Hann var ljósið,
samt hékk hann í myrkrinu á Golgata.
Hann var lifið,
samt gaf hann líf sitt í dauðann.