Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 164
164
NORÐURLJÓSIÐ
unum að nota þekking og gáfur. En er kyrra þurfti náttúruöflin, þá
var það sérgrein hans. Þeir vissu, að þeir mundu áreiðanlega farast,
ef ekkert væri gert. Hann brá iblundi og hastaði á vatnið og vind-
inn. Síðan fann hann að lærisveinunum: „Hví eruð þér hræddir?
Hafið þér enn enga trú?“
Er stormviðri lífsins skella á okkur og ef við erum trúuð á Drott-
in Jesúm Krist, hvers vegna verðum við svo hrædd? Hvers vegna
treystum við ekki Drottni vorum og frelsara? Hann er hinn sami í
gær og í dag og um aldir. Hann veit um kringumstæður okkar,
jafnvel þótt um tíma, að svo geti virzt, að ihann finni ékki til erfið-
leika okkar. Hann ber umhyggju fyrir okkur. Hann er með okkur.
Hann hefir heitið: að hann skuli aldrei sleppa okkur né yfirgefa
okkur. Hann lætur okkur ekki farast. Hann er algerlega og fullkom-
lega alnægur í öllum kringumstæðum lífsins. Hann veit um endalok-
in frá upphafi. Hann mun hjálpa okkur á réttum tíma. Hann er full-
ur náðar og sannleika. Náð 'hans nægir okkur. Hann veitir náð ofan
á náð.
Þegar stormurinn er liðinn hjá, getum við alltaf litið um öxl og
séð leiðbeinandi nálægð hans, og við gleðjumst í Drottni. En hvern-
ig gengur það næsta sinn? Ég geri ráð fyrir, að þá fari eins. Storm-
urinn mun sýnast alveg eins ógnandi og framtíðin alveg eins óviss.
Ótti og efi munu ásækja okkur, þótt við höfum Meistarann hjá okk-
ur í bátnum. En um það megum við vera fullviss, þótt við verðuin
reikul og skeikul hundrað sinnum: Jesús bregzt aldrei. Ég get ekki
reitt mig á það, að ég verði sem sterkur turn í stríðinu í framtíð-
inni. En ég get reitt mig á Drottin minn, að hann verði máttugur,
mér til hjálpar, þegar ég er sem veikastur. Hann getur þurft að
áminna mig vegna ótta míns og efa. Eri hann mun aldrei sleppa mér.
Hann hefir tekið að sér að varðveita mig, unz ég að lokum er örugg-
ur heima hjá honum.
„Þegar ég er hræddur, vil ég treysta þér.“ (Sálm. 56. 3. Ensk.
þýð.) Arthur E. Gordon.
Hr. Gordon er ritstjóri „Triumph“ (Sigurhrós). Vegna lömunar eftir mænu-
veiki ritar hann í blað sitt með tréstaut, sem hann heldur í munninum á milli
tannanna. Reynsla hans gefur grein hans enn meira gildi.
(Úr „Things Concerning Himself." Sept.—okt. 1969.)
Athugasemd. Eins og lesendur sjá, er sumt af því, sem Molar
flytja nú og hafa flutt áður, tekið úr þessu árlega sex hefta riti. Það