Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 169
NORÐURLJÓSIÐ
169
KÆRLEIKUR GUÐS.
Svo elskaði Guð heiminn, aS hann gaf son sinn eingetinn, til
þess aS hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Jóhannes. 3. 16.
GuS auSsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss
dáinn, meSan vér enn vorum í syndum vorum. — Róm. 5. 8.
SjáiS, hvílíkan kærleika faSirinn hefir auSsýnt oss, aS vér skul-
um kallast GuSs 'börn; og þaS erum vér. — 1. Jóhannesar bréf 3. 1.
I þessu er kærleikurinn: ekki aS vér elskuSum GuS, heldur aS
hann elskaSi oss og sendi son sinn til aS vera friSþæging fyrir
syndir vorar. — 1. Jóhannesar bréf 4. 10.
Enginn ætlast til þess, aS skip liggi kyrrt, nema þaS hafi akkeri
nægilega traust til aS halda því kyrru á réttum staS, þótt stormar
komi og sjávarföll. Kærleikur GuSs er akkeriS trausta, sem sálir
vor manna mega liggja öruggar viS í stormum, sjóum og undir-
öldu ævinnar.
„GuS elskar mig,“ ó, hvísla hljótt þeim orSum
aS hjarta þínu, ef því verSur kalt.
„GuS elskar mig,“ hann er hinn sami og forSum,
sem aleinn veit um, þekkir, skilur allt. —-—
„GuS elskar mig,“ sé orStak sálar þinnar
og andardráttur þíns hins innra manns.
„GuS elskar mig,“ þig leiSir ávallt innar
í unaSsheima gæzku og náSar hans.
„Vér elskum, því aS hann elskaSi oss aS fyrrabragSi.“ (1. Jóh.
4. 19.) „VarSveitiS sjálfa ySur í kærleika GuSs.“ (Júd. 21.) Hvern-
ig? „Þann, er treystir Drottni, umlykur hann elsku.“ (Sálm. 32.
10.) ViS verSum aS treysta kærleika GuSs og elska GuS. „Þeim, sem
GuS elska, samverkar allt til góSs.“ (Róm. 8. 28.) í hiS mikla út-
saumsklæSi mannlegrar ævi þeirra, sem elska hann, velur GuS lit-
ina. Grænir, bláir, rauSir og svartir litir vona, gleSi, ástar og sorgar
mynda fyllsta samræmi, þegar viS síSar meir sjáum rétthverfu lista-
verks GuSs.