Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 172
172
NORÐURLJÓSIÐ
SAMFÉLAG.
„Yfirgefum ekki samkomur vorar.“ — Hebr. 10. 25.
Þeir, sem þá veittu orði hans viðtöku, voru skírðir . . . Og þeir
héldu sér stöðuglega við kenningu postulanna og samfélagið og
brotning brauðsins og bænirnar. — Postulasagan 2. 41., 42.
Þér voruð án Krists . . . og stóðuð fyrir utan sáttmálana, sem
fyrirheitin voru tengd við, vonlausir og án Guðs í heiminum. En
nú í Kristi Jesú eruð þér, sem einu sinni voruð fjarlægir, nálægir
orðnir fyrir blóð Krists . . . Þess vegna eruð þér ekki framar gestir
og aðkomandi, heldur eruð þér samþegnar hinna heilögu og heima-
menn Guðs. — Efesusbréfið 2. 12., 13., 19.
Þakkargerð.
Eg varð glaður, er menn sögðu við mig:
„Göngum í hús Drottins ...
til þess að lofa nafn Drottins."
Sálmarnir 122. 1., 4.
Lítið, nýfætt barn þarfnast samfélags. Móðirin, hjúkrunarkonan,
fóstran eða einhver annar verður að sýna því samfélag, gæla við
það, sýna þvi 'btíðu og atlot. Annars deyr það, ef það fær eigi þetta.
Þeir, sem byrja nýja lífið í Kristi, eiga því að leita samfélags við
annað fólk, sem kosið hefir að lifa Kristi, sé þess nokkur kostur.
En sé engin sál til, sem hægt er að hafa samfélag við, þá eru kristi-
legu blöðin og kristilegu bækurnar, sem upphefja Jesúm sem „sann-
an Guð af sönnum Guði.“ Rit þeirra, sem neita algerum guðdómi
Jesú Krists, geta aldrei gefið þá sálarnæring, sem þörf er á, samfé-
lag hugans við aðra, sem trúa því, að hann er „Hinn mikli Guð og
frelsari vor,“ eins og postulinn Páll nefnir hann í bréfi sínu til Títus-
ai. Sama regla gildir líka um samkomur og boðskap þann, sem þar
er fluttur. „Gætið að, hvað þér heyrið,“ sagði Drottinn Jesús. —
Markús 4. 24.
FREISTING.
Yfir yður hefir ekki koinið nema mannleg freisting, en Guð er
trúr, sem ekki mun leyfa, að þér freistist yfir megn fram, heldur
mun hann ásamt freistingunni einnig sjá um, að þér komizt út úr
henni og fáið staðizt. — 1. Korintubréf 10. 13.
Sæll er sá maður, sem stenzt freistingu. — Jakobsbréf 1. 12.
Því að með því að hann (Drottinn Jesús) hefir liðið, þar sem hans