Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 173
NORÐURLJÓSIÐ
173
sjálfs var freistað, er hann fær um að fulltingja þeim, er verða fyrir
freistingu. — Hehreabréfið 2. 18.
Hjálp á hagkvæmum tíma.
Drottins Jesú var freistað á allan hátt eins og vor, án syndar.
Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér
öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma.
Höbreabréfið 4. 15., 16.
Hvað er freisting? Freisting er innri löngun eða hvatning frá
öðrum til að gera það, sem við vitum, að ekki er rétt eða vilja Guðs
samkvæmt og þess vegna honum vanþóknanlegt.
Hvers vegna leyfir Guð freistingar? Hvers vegnan langar ungan
mann til að vita, hvort unga stúlkan, sem hann þráir, elski hann?
Freistingar eru prófið á það, hvort við elskum Guð mest af öllu,
meira en okkur sjálf eða annað fólk. Þær eru prófið, sem sker úr,
hvort við viljum þóknast Guði fyrst og fremst, eða hvort við tökum
eiginn vilja og þægindi eða vilja og óskir annarra fram yfir vilja
Guðs, tökum þetta fram yfir sjálfan hann og frelsarann okkar, sem
elskaði okkur og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur.
Drottins Jesú sjálfs var freistað. En hann mætti freistingunni með
orði Guðs og vann þannig sigur á freistaranum sjálfum. Sæl er sú
mannssál, sem fer að eins og hann. Hún á sigurinn vísan fyrr eða
síðar.
SYNiD OG FYRTRGEFNHNG.
Enda þótt einhver syndgi, þá höfum vér árnaðarmann hjá föð-
urnum, Jesúm Krist hinn réttláta, og hann er friðþæging fyrir synd-
ir vorar. — 1. Jóhannesar bréf 2. 1., 2.
Samfélag vort er við föðurinn og við son hans Jesúm Krist....
Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttTátur, svo að hann
fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. Ef vér
segjum: vér höfum ekki syndgað, þá gerum vér hann að lygara, og
orð hans er ekki í oss. — 1. Jóhannesar hréf 1. 3., 9., 10.
Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgerð mína. Ég
mælti: „Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni,“ og þú fyrirgafst synda-
sekt mína. — Sálmarnir 32. 5.
Lofgerð.
Sælir eru þeir, sem afbrotin eru fyrirgefin
og syndir þeirra huidar.