Norðurljósið - 01.01.1970, Side 175
NORÐURLJÓSIÐ
175
Þegar Guð hafði skapað Adam, setti hann þennan nýskapaða
mann í aldingarð, sem hann átti að yrkja og gæta. Hann fékk hon-
um ákveðið verk að vinna. Þegar einhver 'byrjar nýtt líf með Kristi,
þá ætlast Guð ekki til, að hann sé aðgerðalaus. Hlutverk hans er að
starfa í garði Guðs, sem er mannfélagið umhverfis okkur. Þar bíður
okkar það hlutverk: að vinna aðra menn, konur og karla, til handa
Jesú Kristi, svo að þeir 'byrji nýja lífið í honum.
„Engan lát þú af þér heyra:
,Ekkert verk er handa mér.‘
Meðan sálir deyja dýrar,
Drottinn kallar eftir þér.“
Þessar línur töluðu til mín í æsku minni. Ég vissi, að mér bar að
segja öðrum frá Jesú. Hvort sem það bar ávöxt þá eða ekki, var það
nauðsynlegur undirbúningur fyrir framtíðina, sem var í hendi Guðs.
Ég útbreiddi kristileg rit og bækur og Norðurljósið. Þar með fengu
sveitungar mínir að vita, hvar og með hverjum ég stóð. Hið sama
geta aðrir gert líka. Ger þú það, sem byrjar nýja lífið með Kristi.
Akvörðun.
Ég vil sífellt vona,
og lofa þig æ meir og meir.
Munnur minn skal segja frá réttlœti þínu,
frá hjálprœði þínu liðlangan daginn.
Sálmarnir 71. 14., 15.
LEIÐBEINING.
Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggju-
vit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gera stigu
þína beina. — Orðskviðirnir 3. 5., 6.
Því áreiðanlegra er oss nú hið spámannlega orð (biblían), og
það er rétt af yður að gefa gaum að því eins og ljósi, sem skín á
myrkum stað . . . Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram
að vilja manns, heldur töluðu menn frá Guði, knúðir af heilögum
Anda. — 2. Péturs bréf 1. 19., 21.
Sannleiksandinn (heilagur Andi) mun leiða yður í allan sann-
leikann. — Jóhannes 16. 13.