Norðurljósið - 01.01.1970, Side 176
176
NORÐURLJÓSIÐ
Bæn.
Þitt orð er lampi fóta minna
og ljós á vegi mínum.
Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér,
því að þú ert Guð hjálpræðis míns.
Sálmarnir 119. 105.; 25. 5.
Við komum oft að vegamótum á ævivegi okkar. Þá vitum við
stundum alls ekki, hvorn veginn við eigum að halda. Þá er gott að
hafa í huga orðin: „Sá, sem hraðar sér, misstígur sig.“ Drottinn
getur verið að reyna okkur til að leiða það í ljós, hvort við kjósum
að gera vilja hans eða okkar. Fyrirheit hans handa þeim, er vilja
gera vilja hans, er þetta meðal annarra: „Ef einhver óttast Drottin,
mun hann kenna honum veg þann, er hann á að velja“ (Sálm. 25.
12.). Hann segir ennfremur: „Eg vil kenna þér og fræða þig um veg
þann, er þú átt að ganga, ég vil kenna þér ráð, hafa augun á þér.
Verið eigi sem hestar eða skynlausir múlar; með taum og beizli
verður að temja þrjózku þeirra, annars nálgast þeir þig ekki.“
(Sálm. 32. 8., 9.)
Oft gerist það, þegar beðið er um leiðbeiningu, að Guð hagar þá
kringumstæðunum þannig, að augljóst verður, hvaða leið skuli
valin. Stundum virðist hann leyfa manninum að ráða. Er þá um að
gera að velja þá braut, sem verður Guði mest til dýrðar.
FYRIRÆTLUN GUDS MEÐ OSS.
Náð Guðs hefir opinberazt
með sáluhjálp handa öllum mönnum,
og kennir hún oss að afneita óguðleik og veraldlegum girndum,
en lifa hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum,
bíðandi hinnar sælu vonar
og dýrðar-opinberunar
hins mikla Guðs og frelsara vors Jesú Krists,
sem gaf sjálfan sig fyrir oss,
til þess að hann leysti oss frá öllu ranglæti
og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð,
kostgæfinn til góðra verka.
Títusarbréfið 2. 11.—14.