Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 177
NORÐURLJÓSIÐ
177
Drottinn Jesús kenndi, að hann mundi koma aftur og birtast þá
með miklum mætti og dýrð. Þá birtir hann dýrð sína sem ,,dýrð
hins mikla Guðs“, sem hann er. Þangað til hann kemur, eigum við
að bíða hans. Hvernig eigum við að haga okkur á meðan? Kaflinn
hér að ofan sýnir fernt: 1) Framkoma okkar á að vera hóglátleg.
2) Gagnvart öðrum mönnum eigum við að breyta réttvíslega. 3)
Gagnvart Guði eigum við að vera guðrækin: Rækja vel samfélagið
við hann með bæn, lofgerð og iþakkargerð, lestri og íhugun orðs
hans, bæði ein og í samfélagi barna hans. 4) Við eigum að vera bíð-
andi, hafa eftirvænting í hjörtum okkar. Gott er að gera að okkar
bæn þessa bæn í Opinberunarbókinni 22. 20.: „Kom þú, Drottinn
Jesús.“ Það er það svar, sem hann óskar við yfirlýsingu sinni: „Já,
ég kem skjótt.“ Hann lýsti þá þjóna sæla, sem vaka og bíða eftir
honum.
Megi hann finna okkur öll vakandi, biðjandi og starfandi, er
liann kemur. „Kom þú, Drottinn Jesús. Amen.“
Textabreytingar frá íslenzku biblíunni hafa verið gerðar nieð hlið’sjón af
þrenuir nýjunt bibh'uþýðingum á ensku, gríska nýja testamentinu, orðabókum
eftir Thayer og Vine og ntálfræði eftir A. T. Robertson.
Lmtdið/ sem ég elskn mest
Eftir það, að Norðurljósið var gefið út síðaslliðið ár, gaf ritstjóri
þess út nýja bók eftir dr. Oswald J. Smith. Hafa tvær bækur komið
út eftir hann áður, og hefir ritstj. Nlj. séð um útgáfu þeirra. Þær
eru: „Maðurinn, sem Guð notar“ og „Orlagaspurningin“. Hin fyrri
er handa trúuðu fólki, en hin síðari handa þeim, sem enn hafa ekki
öðlazt persónulega trú á Jesúrn Krist sem frelsara sinn. Maðurinn,
sem Guð notar, má kallast alveg uppseld. En Örlagaspurningin fæst
ennþá. Kostar nú aðeins 35 krónur auk póstgjalds.
„Landið, sem ég elska mest er einnig bók handa þeim, sem ekki
liafa entt veitt Kristi viðtöku sem frelsara sínum. Hún kostar 125
kr. auk póstgjalds. Tvær hinar síðastnefndu fást á afgreiðslu Nlj.
Akureyri, og hjá Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík. Frú Soffía Sveins-
dóttir, Miðtúni 26, Reykjavík mun og hafa þær. Lesendur eru
hvattir til að eignast þessar bækur eftir hinn heimskunna dr. Oswald
J. Smith.