Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 178
178
NORÐURLJÓSIÐ
Varðveiiið vonina
Á ströndum Adríahafsins búa fiskimenn með fjölskyldum sínum.
Er rökkva tekur halda fjölskyldur manna, sem eru úti að fiska,
niður að hafinu. Á ströndinni kveikja þær bál, nota til þess reka-
við, standa svo hjá bálunum og syngja alþýðusöngva. Þegar því
fiskimennirnir snúa breyttir heim í myrkrinu, vísa bálin þeim veg-
inn. Söngur ástvina þeirra örvar þá, og þeir leggjast dálítið fastar
á árarnar.
Sú saga er sögð, að fyrir mörgum árum gekk ungur maður með
unnustu sinni niður á ströndina. Þau fóru þangað til að kveðjast.
IJti á flóanum lá skip við akkeri. Á iþví ætlaði hann að sigla burt
morguninn eftir, við dagrenningu. Hann vænti þess að verða ríkur
í fjarlægu landi. Þá ætlaði hann að koma aftur og sækja ibrúði sína.
Þau söfnuðu viði og kveiktu bál, stóðu hjá því og ræddu saman
áform sín. Þá bað bann hana að syngja ástaljóð, sem þeim báðum
var kært. Þau endurnýjuðu ástarheit sín, skuldbundu sig til að vera
hvert öðru trú og síðan bíða þess dags, er hann kæmi aftur. Hann
bað hana að syngja ljóðið einu sinni enn. Síðan mælti hann: „Ég
kem aftur og sæki þig og fer með þig i fallegt heimili í dásamlega
landinu, sem ég er að fara til. En þegar ég verð fjarri þér, verð ég
einmana,stundum kjarklítill, en á hverjum degi á þessum tíma mun
ég hugsa um þig eins og ég hefi séð þig hér í kvöld. Gefðu mér það
loforð, að á hverju kvöldi skulir þú koma hingað í fjöruna, kveikja
bál og syngja ljóðið, sem þú hefir sungið fyrir mig í kvöld. Síðan
kem ég aftur á þessum sama tíma, og þegar ég sé 'bálið þitt og heyri
sönginn þinn, þá veit ég, að þú hefir verið mér trú og bíður eftir
mér.“
Hrygg í skapi hét mærin þessu. Eftir síðustu kveðjuna steig hann
upp í bátinn sinn og reri frá landi út í myrkrið. Trú loforði sínu
stóð stúlkan í fjörunni næsta kvöld og kveikti bál, stóð hjá því og
söng ljóðið sitt. Hún hugsaði með ástúð til hans, sem nú var svo
langt úti á hafi.
Kvöld eftir kvöld stóð hún þar og hélt heit sitt. Mánuðir liðu,
síðan árin. Ennþá hélt hún vörð í rökkrinu og söng ástaljóðið.
Vinir hennar ráðlögðu henni að hætta þessu og fá sér annan mann.
Þeir staðhæfðu, að ástvinur hennar hefði gleymt loforði sínu og