Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 183
NORÐURLJÓSIÐ
183
poka fullan af ritningarköflum, svo mikið andlegt hungur var þar.
í öðru herfylki fékk nigerskur herprestur þá gleði, að leiða hermenn
tugum saman til Krists.
Sumir Nigeriumenn, sem áhugamestir eru að vitna um náð Guðs,
hafa sjálfir reynt mikinn ástvinamissi og sorgir vegna stríðsins.
Einn pastor missti konuna sína og sex höm.
Brezkur kristniboði varð að fara brott í flýti frá því héraði þar
sem hann hafði starfað. Hann skýrði frá því, að áður en hann fór,
hefði það verið mikil uppörvun að sjá í fangelsi nokkru, að fangar,
sem höfðu snúið sér til Krists, mynduðu söfnuð þar. Um það bil
tvö hundruð menn komu á guðsþjónustur þar á sunnudögum.
Þúsundir ungra Nigeriumanna eru að nema eftir „Biblíu rann-
sóknar“ námskeiðum „Samhands ungra sáðmanna“ (Young Sowers’
League, sem er æskulýðsdeild SGM.) A síðustu mánuðuin höfðu
tveir nemendur skrifað og sagt, að árangur námsnis væri sá, að þeir
væru að búa sig undir kristilegt starf.
Þeir, sem boða fagnaðarerindi í útvarpi í Nigeriu tala um hundr-
uð hluslenda, sem skrifi og biðji um kristileg rit og spyrji spurn-
inga. Margir þessara hlustenda eru múhameðstrúar eða heiðingjar,
sem biðja um kristileg rit til að lesa .... „Við þörfnumst bæklinga
ykkar og smárita til að staðfesta boðskapinn í útvarpinu.“ Þá koma
ritin frá SGM sér vel.
MEXIKÓ.
Bæði árið 1968 og núna 1970 hefir athygli alls heimsins heinzt að
Mexikó, vegna Ólympíuleikanna og keppninnar um heimsmeistara-
titilinn í knattspyrnu. Ritningargreina-ritum frá SGM var dreift út
þúsundum saman, meðan Ólympíuleikarnir stóðu yfir — og sjálf-
sagt nú líka. Ritum var dreift meðal keppenda og áhorfenda, sem
tóku þeim vel, — fólk af öllum stéttum.
Pastor nokkur í Mexíkó ritar SGM:
„Það er brýnasta þörf á ritum hér í Suður-Mexikó, sem flytja
fagnaðarerindið. Erfitt er að fá biblíur, og sérhver kafli (úr henni)
er mikils metinn. Söfnuður okkar hefir átta trúboðsstöðvar í nær-
liggjandi borgum, af þeim er ein rekin í fangelsi. Ungu mennirnir
okkar reyna að boða fagnaðarerindið að minnsta kosti í einni borg
á hverjum mánuði. Ritin frá ykkur eru nálega alveg ómissandi."