Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 185
NORÐURLJÓSIÐ
185
að rjúfa þagnarmúrinn, og starfi þeirra. En meira þarf en bæn. Við
þurfum líka að styrkja trúboð með gjöfum enn meir en við höfum
gert. Tíminn er orðinn stuttur, og margir bíða enn í myrkrinu. Auk
annarra, sem veita gjöfum til kristniboðs viðtöku, gerir ritstj. Nlj.
það einnig.
Ræða flakkaran§
Flakkari bað um einn snafs í vínstofu. Beiðnin var veitt, og með-
an bann var að drekka sopann, sagði rnaður, sem var staddur þar:
..Haltu ræðu yfir okkur. Það er lélegur drykkur, sem liðkar ekki
um málbeinið.“ Flakkarinn renndi sopanum niður í skyndi. Er
áfengið streymdi um æðar hans, rétti hann úr sér og stóð frammi
fyrir þeim með þeirri prúðmennsku og manndómsbrag, sem hvorki
tötrar né óhreinindi gátu dulið.
„Herrar mínir“, sagði hann, „ég lít á sjálfan mig í kvöld, og
mér finnst ég líta á mynd af visnuðum manndómi mínum. Þetta
þrútna andlit -var einu sinni eins myndarlegt og andlit ykkar. Þessi
druslulega mannsmynd gekk áður fyrr um eins tigulega og þið,
því að eitt sinn var ég maður í heirni manna. Eg átti líka einu sinni
heimili, vini og stöðu. Ég átt konu eins fagra og draum listamanns-
ins, en ég fleygði þessari ómetanlegu perlu heiðurs og virðingar
ofan í vínbikarinn. Ég átti heimili, þar sem ástin kveikti logann á
altarinu og þjónaði fyrir því. En ég slökkti eldinn heilaga, og
myrkur og auðn ríkti í stað hans. Ég átt börn eins indæl og hrein
og vorblómin og sá þau fölna og deyja undir eyðandi 'bölvun drukk-
ins föður.
Eg átti háleita þrá og metorðagirnd, er svifu eins hátt og morg-
unstjarnan. En ég braut og kramdi fagrar myndir þeirra og kyrkti
þær til að heyra aldrei framar til þeirra.
1 dag er ég eiginmaður án eiginkonu, faðir án barns, flakkari án
beimilis og rnaður, sem allar hvatir eru dauðar hjá. AUt er upp-
svelgt í straumiðju sterkra drykkja.“
(The Sword of the Lord“. 27. föbr. 1970).
Sumir af nafnkunnum vottum Krists í Bandaríkjunum voru í
sama eða verra ástandi vegna ofdrykkju, þegar Kristur inætti þeim