Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 188
188
NORÐURLJOSIB
til mín.‘ Ég er í erfiðleikum. Ég er þunga hlaðinn. Ég bið þig að
taka ihann á brott, taka þessar áhyggjur, sem hvíla á mér. Tak þú að
þér öll vandamál mín og fyrirgefðu mér allar syndir mínar. Ég
þakka þér, að þú bænheyrir mig sakir nafns þíns. Amen.“
Tveir dagar liðu. Þá símaði hann og sagði: „Nú líður mér vel.“
Eru nokkrar áhyggjur að þjá þig? Hvíla nokkrar þungar byrðir
á huga þér eða hjarta? Hvernig væri að þiggja tilboð Krists?
„Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég
mun veita yður ihvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að
ég er hógvær og af hjarta lítillátur,og þá skuluð þér finna sálum yðar
hvild; því að mitt ok er indælt og byrði mín létt.“ Má ég gefa þér
gott ráð? Kom þú til Drottins Jesú með svipuðum orðum og mað-
urinn notaði. Fel þú Drottni Jesú öll þín málefni, byrðir, sorgir,
vonbrigði, áhyggjur, heilsu og framtíð.
„Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, og hann þekkir
þá, sem treysta honum,“ segir biblían. Þegar þú hefir fengið að
reyna hjálp hans, segðu þá öðrum frá honum, er segir: „Komið
til mín.“ S. G. J.
SYNDIN
Syndin er táldræg. Hún lofar ánægju, en gefur kvöl. Hún býður
líf, en gefur dauða. Hún byrjar sem bjartur morgunn, hún endar
sem náttmyrkur.
Hún er rándýr. Undir dúnmjúkum gangþófa leynir hún kló. Með
henni særir hún og rífur þá, sem vilja gæla við hana.
í sérhverri synd er sáðkorn annarrar syndar. Hún dreifir sér
út sjálf. Hún breiðir út rætur sínar í sál syndarans, unz hún hefir
notað upp allan góðan jarðveg í sál hans.
Hún spillir eðli hans, rangsnýr smekk hans, veiklar vilja hans,
setur ör á samvizku hans.
Með sérihverri illri athöfn eykst hneigðin til hins illa, unz syndar-
inn getur ekki „hætt við synd“, og eigin „girndir hans eyða hon-
um.“
Syndin er mjög álillegur atvinnuveitandi, en hræðilegur launa-
greiðandi.
Charles A. Jeffries. („The Sword of the Lord“).