Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 189
NORÐURLJÓSIÐ
189
„Segðu það steininum"
Þetta er gömul ráðlegging, gefin einmana fólki, sem ekki gat nein-
um sagt, hvað því lá þungt á hjarta. Það gátu verið brostnar vonir,
ótryggð ástvina, alls konar sár, sem lífið er stundum svo auðugt af.
En hvað svo sem það var, þetta varð sem átumein hið innra, sem
gróf um sig. Engum var hægt að segja það, jafnvel ekki bezta vini.
Onnur ráðlegging befði verið betri. „Segðu það Jesú.“ Satt er
það: Hann er ekki sýnilega nálægur, en hann sér og heyrir samt
þá, sem leita hans með lífsins byrðir.
Okkur er sagt frá því í nýja testamentinu, að Heródes konungur
lét taka Jóhannes skírara og hálshöggva hann. Þá fóru lærisveinar
hans til Jesú og sögðu honum frá. Okkur er ekki sagt, hvaða hugg-
unarorð hann talaði til þeirra. En ekki þarf að efa, að hann, sem
grét við gröf vinar síns, Lazarusar, hefir haft huggunarorð handa
þeim. Hann huggaði Mörtu, systur hans, með þessum orðum:„Bróð-
ir þinn mun upp rísa.“ „Ég er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig,
mun lifa þótt hann deyi . ...“ (Jóh. 11. 25.) Sá, sem sjálfur reis
upp frá dauðum, getur tekið dánar vonir, brostin hjörtu, dauða
lífsgleði, tapað lífstafl og lífgað, læknað og gefið sigur.
„Segðu það steininum.“ Segðu það heldur Jesú, hvísla þú að hon-
um leyndustu málum þínum, tilfinningum og ihugsunum. Leggðu það
allt og alveg í hönd hans. Hann hefir hluttekningu með þér, skilur
ótta þinn, kvíða og kringumstæður allar án þess að dæma þig eins
og mennirnir mundu dæma. Undirrót mannlegrar óhamingju er
syndin. Og „allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,“ segir Guðs
orð. En Drottinn Jesús birtist til að „burttaka syndir“, mínar og
þínar. Hann bar þær, er hann dó á krossinum á Golgata. En hann
reis upp aftur. 'Hann er þess vegna lifandi og bæði getur gefið og
vill gefa ölíum, sem koma til hans, nýtt líf, nýjar vonir, ný markmið,
jafnvel nýja heifbrigði líkamans og hamingju hjartans.
Hann sagði: „Komið til mín, allir.“ Gerðu það. Komdu til Jesú.
„Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burtu reka.“ (Jóh. 6.
37.) Lestu nýja testamentið og lærðu að þekkja Jesúm og elska
hann. Ég bið þig: gerðu þetta. S. G. J.
Ofanskráð grein og „Nú líður raér vel“ fást sem smárit gegn vægu gjaldi
hjá ritstjóra Nlj., ef einhverjir vilja gefa vinura sínum þau.